Helgin liðin og ættmennin farin. Það var alveg ofsalega gaman að hitta fólkið sitt. Ég er oft með kvíða fyrir svona ættarhittingum því að yfirleitt þekkir maður varla nokkurna mann en þessi hópur hefur verið duglegur að hittast. Og svo margir sem maður hittir í réttum og þ.a.l. hittumst við oftar á ári en margir aðrir. En þvílík gleði og hlátur og gaman. Það þurfti enga leiki til að þjappa hópnum heldur var bara eins og allir hefðu hittst síðast í gær. Eins var með börnin okkar sem bara smullu saman eins og þau hefður aldrei gert annað. Nú er líklega búið að adda á fésbók alveg þvers og krus :-) En Sigrún tók saman fjöldann sem mætti og í heildina komu 66 manns. það er nú nokkuð gott. En komið er upp úr dúrnum að Fríða amma og Siggi afi hefðu orðið 100 ára á næsta ári, svo það er pæling að plana "ættarmót" næsta sumar. Það verður æði og ég strax farin að hlakka til.
En við erum búin að fá tíma í CT skann með Baldvin á LSH. En það er í fyrramálið klukkan 10.00. Við förum líklega bara suður í dag eftir vinnu hjá Baldvin og Hannesi. Ég á reyndar eftir að finna gistingu fyrir Valgeir en það verður ekkert mál. Held ég. Hann fær að lúlla einhvers staðar :-).
Ég er fegin að það var ekki lengri bið eftir þessari myndatöku. Aldeilis gott að drífa það af. Ég fór annars í þessar speglanir og læknirinn hefur samband eftir ca 3 vikur. Það var einhver roði í maganum og hann tók sýni sem hann ætlar að láta mig vita hvað kom út úr. Valgeir spilaði 2 leiki í Íslandsmótinu í síðustu viku og vann báða. Liðið er efst í sínum riðli og stefnir jafnvel í að þeir muni spila í úrslitum. Rosalega gaman að því. Hann stendur sig eins og hetja. En allavega það er ca allt gott að frétta af okkur þessa dagana. Og það er aldeilis gott!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli