fimmtudagur, 31. júlí 2014

31.07.2014

Með erfiðismunum náði ég að græja niðursveifluna í þetta sinnið !!!!! Það var svosem eins gott. Ég hef oft fengið niðursveiflur en engar eins svakalegar og þær sem ég hef fengið á þessu ári. Sterarnir eiga þar stóran hlut í máli. Þessar stóru sveiflur hafa fylgt þeim tímum sem ég hef átt eftir að hafa minnkað sterana og koma jafnan dögum og vikum eftir að ég hef minnkað skammtinn. Í dag og undanfarna daga hefur mér hins vegar liðið  eins og allt sé svo bjart og jákvætt.... og enginn þrýstingur í höfðinu sem ýtir undir vanlíðanina. Mig svíður að aðrir líða fyrir hvernig mér líður. En eins fáránlega og það hljómar þá get ég ekki komist upp úr þeirri holu sem ég fell ofaní annað slagið... fyrr en ég er búin að klóra allsvakalega í bakkann. Og stundum langar mig ekki upp úr holunni. Það er aumt og sjálfselskt.... en það kemur fyrir að hugurinn segir manni að betra væri að vera ekki til og þ.a.l. ekki öðrum fjötur um fót. Og ég veit að ófáir fengu smjörþefinn af holurverunni minni núna síðast. Ég vona að allir geti fyrirgefið mér í þetta sinn eins og endranær.
Ég ræddi við konu um þessa líðan og hún sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á mig lýsa því hvernig mér liði á þessum sterum. Hún hafði heyrt nákvæmlega eins sögu hjá vinkonu sinni sem er í sömu sporum. Þ.e. búin að vera á sterum og er að venja sig af þeim. Ég fór annars í blóðprufu á mánudaginn og það er ca sama tala í gangi og verið hefur þ.e. 119. Þannig að ............. ég sendi auðvitað Sigurði póst og spurði hann út í hver næstu skref yrðu. Hvort ég ætti/mætti breyta (ekki að ég sé í raun spennt fyrir því, ný komin upp úr holunni) og þá hvernig. Ég hef ekki ennþá fengið svar. Reikna með að hann sé í sumarfríi. Þannig að það kemur í ljós hvenær ég fæ svar. Þangað til held ég mér á mottunni og held áfram á sama skammtinum. 7,5mg annan daginn og 5mg hinn daginn. Annars er stefnan tekin á hálfs mánaðar sumarfrí og ferðalag í einhverja daga. Já... svo er nú það.  Það er yfirleitt svo margt sem ég er að hugsa um AF HVERJU hlutirnir séu eins og þeir eru. Bæði hlutir og menn og samskipti manna og annarra. Ekki það að ég vilji vera sérfræðingur en það er svo margt sem ég ekki skil - og líklega á ég ekki að vera að hafa áhyggjur af því. Enda ekki mitt að breyta eða hafa áhyggjur af öðrum. En skrítið að lesa að ég hafi skrifað áhyggjur því að það er líklega það sem ég er að veltast með. AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÖÐRUM, þrátt fyrir að vera að drepast úr sjálfselsku þá næ ég samt að hafa áhyggjur. En jæja nú er ég byrjuð að rugla og man líklega ekki eftir að hafa skrifað þetta hérna næst þegar ég les textann yfir. En það vill oft verða svo á kvöldin þegar ég hef tekið lyfin mín að þrátt fyrir að geta ekki sofnað þá man ég ekki hvað ég er að gera!!!!! over and out.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli