Þá er tölvupósturinn kominn frá Sigurði og NEI.. enginn breyting verður á sterunum. HMM ég eiginlega bjóst við því. Ég var komin upp í 126 um daginn þegar við reyndum... þannig að 120 bjóst ég við að væri ekki nóg. Nú er bara að bíða- já ótrúlegt en satt- BÍÐA.
Ég verð kannski að viðurkenna að það er pínulítið erfitt að bíða, þrátt fyrir að ég hafi batnað í því!!!
En það rignir annars ennþá og þvotturinn sem loksins fór út á snúru í gær hann hangir ennþá úti rennandi blautur. Gæti trúað að þegar ég gefst upp á því að bíða eftir að það stytti upp og hendi fötunum í þurrkarann - þá stytti upp. Allt bara svona hjá mér - pínu á móti mér ;-) En það er nú margt jákvætt sem gerist með rigningunni þannig að ég er ekkert fúl. ég horfi á grasið grænka og þjóta upp... Sem þýðir að það fer að koma tími á ýmislegt sem annars hefur ekki verið hægt að gera.
Ég er annars að standa mig í því að vera húsmóðir - svona þegar ég er heima allan daginn. Bakaði í fyrrakvöld brúnköku og jólaköku - það er búið!!!
Þannig að núna er ég að baka marmaraköku og hjónabandssælu. Ætli það dugi ekki ca til kvölds. Kannski fram á morgundaginn. Ég ætlaði að baka meira en vantar hreinlega hráefni og nenni ekki niður í búð. En ég hef svosem nóg annað. Hér bíða gardínur eftir því að styttast og hengjast svo upp. Og svo þvotturinn og þrifin- já en ekki hvað :-) Og ekki prjónar lopapeysan sig sjálf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli