En þar sem þetta er orðin einskonar dagbók.. þá ætlaði ég bara að setja inn stöðuna á hemóglóbíninu frá því í gær en hún lafir á svipuðum slóðum eða í 120. Ég skrifaði auðvitað Sigurði póst og bað hann um að skoða mælinguna og láta mig svo vita hvort það væri óhætt að byrja að breyta sterunum... En alveg sama hvað ég athuga oft hvort það sé kominn póstur frá honum þá kemur ekkert svar.
En ég bara bíð - er nefnilega að verða dálítið klár í því :-) Hver segir að það gerist ekkert jákvætt þó að maður sé veikur???
OG svo hengdi ég út þvott í dag - og hvað gerist??? Það fer auðvitað að rigna en ekki hvað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli