Er í sumarfríi og það er ljúft :-) Er búin að vera í fríi í nokkra daga og þrátt fyrir að hafa ekki stoppað (já er alltaf að snúast í hringi í kringum sjálfa mig) þá hef ég ekkert gert !!!!! Ennþá er allur þvotturinn ósamanbrotinn inni í herbergi, allt í ryki og ló. En ég skal nú fara að herða mig. Fór í Brekku-sveit í gær (Fríðu,, Hauks og Valgeirs-sveit) og það var yndislegt. Mig langar alveg rosalega til að fá að kíkja þangað á næstu dögum og taka á móti lömbum, ég hef held ég ágætis nef fyrir þessu ennþá - enda búin með nokkur vor í sveitinni hjá Hönnu ömmu og Munda afa á Kolbeinsá og hjá Gullu og Hjálmari á Bergsstöðum hérna í "denn" Eru samt líklega komin ein 25 ár síðan - hóst og jeminn eini hvað tíminn þýtur áfram. Já og svo strípaði Fríða mig í gær og ég er svona miklu minna gráhærð heldur en ég var fyrir strípurnar. Það styttist í að ég þurfi engar strípur.. þetta er að verða alveg náttúrulegt.
Nú svo er plönuð blóðprufa í dag og ég verð bara að vona að það komi ágætis tölur upp úr hattinum í þetta sinn svo að ég geti farið að minnka sterana - einu sinni enn. Ég er svo búin að fara í göngutúr um bæinn í morgun. Já og svo var hringt frá Reykjalundi og ég á að mæta í viðtal hjá lækni þar þann 23. maí nk. til að sjá hvort það muni henta mér að fara í "meðferð" til þeirra. Mér fannst læknirinn vera eitthvað hikandi um hvort þetta mundi henta mér og hvort það væri hægt að koma mér að. En það skýrist þá væntanlega þarna 23. maí. Þá helgi verðum við í Reykjavík með Valgeir á Körfuboltaæfingum hjá KKÍ. Hann og Eysteinn voru tilnefndir í svona æfingabúðir hjá KKÍ. Mér finnst bara verst að Valgeir er búinn að vera svo kvefaður í viku núna og hóstar og hóstar ennþá. Ég vona bara að hann verði alveg búinn að ná sér þarna. En hann þarf líka að bregða sér í sauðburð á næstu dögum. Vona bara að honum slái ekki niður - þar sem hann fór í skólann í dag eftir að hafa verið heima síðan á þriðjudag. En hann bara hóstar og hóstar :-(
ANyway. Man ekki meira í bili. Ég held að ég verði að hætta að taka Gabapentinið á morgnana, það er örugglega það sem er að gera mig svona rosalega syfjaða. Ég er búin að prufa að sleppa því í nokkra morgna og ég hef komist í gegnum flesta morgna án þess að sofna. En var reyndar bara alveg ónýt á laugardaginn. Svaf til hádegis og var ekki með rænu allan daginn og nei var ekki á neinu fylleríi kvöldið áður :-)
Jú og svo er ég bara búin að vera svolítið dugleg að fara í göngutúra undanfarna daga. - Já batnandi manni er best að lifa PUNKTUR
Engin ummæli:
Skrifa ummæli