mánudagur, 26. maí 2014

26. maí 2014

Síðan síðast.... pabbi og Helga eru á leiðinni með uppáhaldsskipsfarinu sínu henni NORRÆNU (not) en þau eiga að lenda á Seyðisfirði í fyrrmálið. Vona að þau séu ekki að drapsta úr leiðindum á leiðinni :-) En síðstu dagar hjá okkur voru eftirfarandi. Ég fór í blóðprufu á þriðjudaginn og hgl er komið í 125. það var tekið fullt af lifrarprófunum sem ég hef ekki fengið að heyra neitt um hvernig komu út. Svo fór ég í ómskoðun af milta og lifur og því svæði á föstudaginn og fæ víst eitthvað út úr því í dag. En mér er annars farið að líða eins og "kellingu" sem er hugsjúk.... finnst alltaf vera eitthvað að en þegar það er athugað þá er ekkert að. það er svo semauðvitað léttir en samt skrítið þegar maður finnur til og er með alls konar einkenni... og svo finnst ekkert :-( Ekki það að maður vilji vera eitthvað veikur en það er einhvern veginn ekki eðlilegt að vera ekki hress og geta ekki gert allt sem maður gat og hafði gaman af. Nú er þetta meira svona að maður gerir eitthvað smá og er svo eftir sig í einhvern tíma. Svefninn er í algeru rugli. Og bara allt eins og maður vill ekki hafa það. Nú já og svo fór ég á Reykjalund í viðtal við Ingólf lækni. Hann sagði mér að "slitið" sem er búið að segja mér að se´í bakinu á mér (og hefur sést í myndum) og hefur verið í mörg ár sé nú EKKI slit. Heldur eru þetta allt einkenni út af rassvöðvum sem þarf að teyja á. Ég er pínu lost eftir þetta viðtal því að fleiri en einn og fleiri en tveir hafa skoðað þessar myndir og enginn hefur talað um annað en að ég sé með slit í hryggjarliðum. En þessi Ingólfur bara piff... ekkert slit.. BAra rassvöðvar sem þarf að teygja á :-/... Já svo ég er eiginlega bara í lausu lofti akkúrat núna. Verð að biðja Mikka að kenna mér teyjuæfingar og ætla jafnvel að biðja fleiri lækna að skoða þetta.... er einhvern veginn svo hissa að ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að túlka þetta. Nú svo á ég að fara í 20 mínútna göngutúra og fara svo í tækin. Helst á þetta að vera 5-7 sinnum í viku skildist mér og svo ætlar hann að kalla mig í einhvern innlagnarfund einhvern tímann í haust. Þá er kynningarfundur/eða dagar og svo bjóst hann við að ég yrði kölluð inn í nóvember desember. Aldeilis flottur tími það :-/
En ég má víst bara vera þakklát. hann talaði um að aðeins 1 af hverjum 3 fengju pláss á Reykjalundi þannig að þá segir maður bara takk og amen.  Ég var svo að skrá mig í nám í haust. þ.e. stæ 102 sem ég ætla að sitja með dreifnámskrökkunum.... á alltaf eftir að ná þessari stærðfræði betur. Fekk 5 hérna um árið og hef aldrei komist lengra. Kannski ef ég get gaufast í gegnum þetta að þá geti ég tekið 2o2 eftir áramót. Það væri bara frábært.
Og á morgun er ég að fara aftur til Reykjavíkur nú til að hitta lækni frá Tryggingastofnun. Guðmund Björnsson minnir mig að hann heiti. Ég veit eiginlega ekki hverju ég á von.... En ég er farin að halda að þetta sé allt tilbúningur í ´mér. að ég eigi bara að halda áfram og halda kjafti. Stundum finnst mér að ég gæti bara farið að vinna 8 tíma á dag... en þegar ég er mætt í vinnuna þá er ég bara á klukkunni um að komast út áf vinnustaðnum. Er með "verki" alls staðar auk þessa sem ég get alls ekki einbeitt mér að neinu. og það sem ég einbeiti mér sem mest að því að gera geri ég hreinlega vitlaust. Og hvaða tilgangur er þá að vera í vinnunni ??? Ég gæti svo hugsað mér að geta breytt meira um starfssvið innan Ráðhússins. það er alls konar annað sem hægt er að gera held ég. Ég gæti vel verið til aðstoðar fyrst um tíma í þessum launum en ananrs væri ég alveg til í að vera bara í einhvers konar skráningu þar sem ekki er farið á afgreiðslu út á við. Því að það er það sem reynist erfiðast.  en já nóg um það.
Nú í morgunsárið ákváðum við að græja bara afmælispartýið okkar á laugardagskvöldið kemur. Snakk, ostar, beer, bolla og almenn kosningagleði skal nú blastað fram á nótt... eða eftir því hvað hver vill vera og gera :-) En ég bara hlakka MIKIÐ til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli