Daginndaginn!!!! Komin vika frá því að ég minnkaði sterana í 10mg já ok... 8 dagar :-) Og búið að vera svolítill rúllustigi. Sumir dagar betri og sumir dagar bara VERRI. Alveg fengið flestar aukaverkanir sem talað er um að fólk geti fengið þegar verið er að minnka steraskammt. En sérstaklega þó þreyta, eymsli, hausverkur, ógleði, sinnuleysi (hef ekki haft vilja til að prjóna einu sinni) heimilið hefur fengið að sitja á hakanum algerlega. Og ég var einn dag heima (fór ekki í vinnu) svaf bara og blóðþrýstingur með því lægsta sem ég hef séð. Annars hef ég druslast í vinnuna án þess að hafa haft mikið þangað að gera. En jæja ég skal hætta að kvarta :-) Ég hef auðvitað margt jákvætt í pokahorninu líka. Eins og strákana mína þrjá!!! þeir eru auðvitað alveg frábærir. Baldvin er reyndar búinn að vera heima í 3 daga "veikur" með hálsbólgu og hitavellu. Það eru allskonar pestir í gangi hérna núna. Valgeir er hins vegar hress og kátur og endaði vikuna með því að fara til Reykjavíkur fyrir sunnan og hitta frænku sína þar - lesist Fríðu Marý. Hún setti hann á hestbak á hana Síu sem er tamin í 2 mánuði (hún er reyndar MJÖG þæg) og þau riðu um grundir Reykjavíkur frændsystkynin :-) Svo fóru þau út að borða og í bíó og versluðu svo ný föt á gæjann og nýja takkaskó... sem var auðvitað hápunkturinn... held að hann hafi næstum sofið í þeim í nótt :-) En hann er annars óðum að vaxa inn í gelgjuskeiðið 11 ára barnið. Hannes hefur svo fengið sinn skerf af vinnu eins og venjulega 10 tímar á dag í prjóninu og svo þegar heim er komið er það konan, hundarnir, hænurnar, þvotturinn og uppþvotturinn og allt hitt!!!! Enda sofnar hann ( ok Hann sofnar ekki) en lokar augunum yfir sjónvarpinu þegar hann sest niður.

En já svona eru þeir flottir... þessar myndir eru frá því á aðfangadag en töluvert vatn er runnið til sjávar síðan þá. Annars er eins og ég sagði í fyrirsögnninni ÞorrablótIÐ hérna í kvöld og við ætlum að skella okkur. Ég er bara töluvert spennt og hlakkar til. Ætla að reyna að hvíla mig vel í dag svo að ég verði ekki alveg döhhhh þegar komið er fram á kvöld.
Já og eitt enn... er búin að skrifa honum Sigurði (mínum) og biðja hann um að miðla með mér hvort (ef) og þá hvað kom út úr blóðprufunum hjá honum Þorvarði Jóni Löve en ég hef ekkert svar fengið... býst við að hann sé þá í útlöndum en það er yfirleitt þannig ef hann svarar ekki póstunum mínum. Og já ég fór í blóðprufu á miðvikudaginn (en ekki hvað) og hgl mældist 122 hérna þannig að það er þá væntanlega 121 í Reykjavík.. þannig að það er nánast sama tala og í síðustu mælinugu (123 og 122 í Rvík) en þá var ég að taka 12,5 mg af sterunum þannig að þetta virðist bara vera að ganga VEL núna. En betur má ef duga skal..... Hafið það gott allir sem einn :-) Ég ætla að fara að undirbúa að blóta honum ÞORRA!!!
Elsku Helena mín! hef ekki kíkt hérna inn lengi en sé að þú ert svo dugleg að skrifa. Mér finnst að þú ættir að opinbera þetta blogg, fróðlegt að lesa og svo ertu fanta skemmtilegur penni. Ég held að það gæti verið mikill stuðningur fyrir þig líka. kv. Ína
SvaraEyða