sunnudagur, 23. febrúar 2014

23. febrúar - Konudagurinn..... hann er alltaf á mínu heimili:-)

Já góðan daginn. Hefðbundinn dagur  í dag... Ég svaf til að verða ellefu  sem er svona venjulegt. Þegar ég kom fram voru Baldvin og Hannes farnir á Strandgötuna að sækja síðustu kerruna. Gott að það er BÚIÐ. Hannes var svo líka búinn að vaska upp... taka allan óheina þvottinn, setja í þvottavél hella upp á kaffi og allt hitt sem hann er svo duglegur að gera :-) Veit hreinlega ekki hvernig þetta heimili væri ef hans nyti ekki við!!!!!!!  Ég kem svo bara hingað í eldhúsið sest við lyfjatöskuna og skammta mér vítamín og stera og lýsi og kaffi og svo hefst inntakan. þetta tekur alveg svona korter hálftíma og svo líður klukkutími og þá byrjar lyfjarússið að kikka inn. Ég var annars að minnka sterana á föstudaginn niður í 7,5mg sem er all time low og ég bara VONA að blóðið hangi áfram í sömu tölu og verið hefur. En síðast mæling var 121 og aldrei þessu vant þá var bara sama tala hér og í Reykjavík. En Sigurður hringdi í mig og við ræddum lítillega saman. Hann hafði heyrt í Þorvarði og það var bara ekkert sem kom út úr blóðprufunum sem hann lét taka annað en bara að öll gildi voru innan eðlilegra marka. Sigurður ætlar samt að láta ónæmissérfræðing skoða blóðprufurnar mínar til að athuga hvort hann geti séð eitthvað óeðlilegt. Því ég er jú alltaf með einhverja sýkingar einhversstaðar. Ég fer svo í blóðprufu í næstu viku til að sjá hver árangurinn af þessum steraskammti verður. Hvort ég lækka eða ekki. (reikna ekki með að ég hækki) . En við ræddum að ef þetta væri ekki að gera sig þá förum við í aðrar aðgerðir. Miltisnám eða krabbameinslyf. Ég held að ég hallist bara að miltisnáminu. En best að ákveða ekkert fyrr en þetta kemur í ljós. Ennþá líður mér bara ágætlega. Líður betur í höfðinu, finnst ég ekki alveg eins rugluð og ennþá líður mér vel í skrokknum en það gæti farið að kikka inn á morgun. En ég gafst svo reyndar upp á þessum hósta sem er búinn að vera að hrjá mig núna í lengri tíma. Og ég heyrði í Geir lækni vegna þess. Hann lét mig hafa Ventolin púst og sagði mér að taka það í einhvern tíma og sjá hvort það hjálpaði til og láta þá svo vita. Og ég held svei mér þá að það hjálpi... (meiri lyf) En ég er ekki hætt að hósta en það er ekki eins erfitt og einhvern veginn eins og það sé lausara það sem ég er að reyna að hósta upp.
Jú .... þetta blog er um mig og aftur mig... svo ekki vænta þess að það sé skemmtileg lesning :-(
En annars er síðasta vika búin að fara í flutningana frá Strandgötunni. Eins og ég sagði áðan er gott að það er að verða búið. En góðir aðilar komu okkur til hjálpar en listinn er svohljóðandi. Hannes, Baldvin, Helena, Valgeir, Birkir Þór Þorbjörnsson, Þorbergur, Ellý Rut og Pétur Arnarsson. Þessir aðilar eiga allar þakkir skildar :-) Annað er svosem ekki fréttnæmt en allt annað hefur setið á hakanum. Mér finnst samt næstum því að það sé byrjað að vora. Allavega þegar maður er fyrir sunnan hús og sólin skín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli