miðvikudagur, 12. febrúar 2014
12. febrúar 2014 - enginn sérstakur dagur i dag
Þorrablótið búið og fór það aldeilis vel. Frábær skemmtiatriði eins og búast mátti við... skemmtilegur veislustjóri þar sem Kjartan Sveinsson fór algerlega á kostum. Takk fyrir það. Svo var auðvitað matur og eitthvað til að skola honum niður með sem líka gekk bara aldeilis vel :-). Svo vel að þegar ég "ætlaði" að fara að fara heim þá langaði mig auðvitað ekki heim. Enda loksins komin út úr húsi og gleðin við völd. En skyldan kallaði og ég lullaði heim um hálf eitt. Það var svosem vel því að ég slakaði mér bara í Hay Day þangað til Hannes kom heim. Hay Day er annars nýjasta áhugamálið mitt.............. Já og hvað er það? Hay Day er "app" leikur sem ég er með í símanum mínum. Leikurinn er svona sveita-leikur og jeminn eini hvað hann er ávanabindandi. Fyrst var ég bara titrandi og skjálfandi mér lá svo á að slá og mjólka og gefa hænunum. Nota bene..... þessi leikur er alveg fyrir 3ja ára ef vill.... en reyndar eru nú einhverjir svona "fullorðnir" eins og ég í honum. En semsagt þetta er eitthvað sem ég er orðin húkt á þessa dagana. Ég vona að ég nái að missa smávegis áhugann með tímanum. Annars byrjaði ég á nýrri lopapeysu í gær - á MIG. En ekki hvað. Enda er þetta blogg bara um MIG... þó frásagnir af mínum nánustu fái að fljóta með í "litlum" mæli :-) Ég er annars búin að vera að prjóna einungis vettlinga frá því um áramót. Komin nokkur pör. Eitthvað er ég búin að gefa og annað hefur nú týnst eins og venja er á þessu heimili ;,-) En engu að síður hafa alltaf fundist hérna vettlingar þegar þurft hefur þannig að það hefur verið betra en oft áður. Nú já.... ég er ekki búin að vera dugleg að hreyfa mig að undanförnu. Svona þegar ég fer að hugsa það þá hef ég kannski ekki haft orku í það. En það er svosem engin afsökun. Maður verður bara að hreyfa sig!!! Ég skellti mér svo á hana vinkonu mína vigtina í fyrradag og þar með var ekki um annað að ræða en að fara að hreyfa sig no matter what. Svo ég fór út í fyrradag (15 mín ójá) og í gær (30 mín) og það var bara drullu erfitt. Maður er ekki í eðlilegu ástandi - það verður bara að segjast eins og er. Ég hef ennþá ekki fengið svar frá honum Sigurði og í mótmælaskyni þá ætla ég bara ekkert í blóðprufu í þessari viku. Ég er eiginlega bara hætt að nenna þessu veseni. Panta tíma... fara úr vinnunni, bíða, láta taka blóð, fara aftur í vinnuna, skrifa tölvupóst og fá EKKI svar. Sem er samt að því leyti gott að þá er líklega "ekkert" að. En samt finnst manni eins og maður eigi að láta fylgjast með þessu. En nei.. ég ætla að bíða með það fram í næstu viku. Já ég er annars búin að rydde op hérna í morgun. Þurrka úr gluggakistum og af fleiri stöðum. Moppa og skella í eitt brauð í brauðvél. (mér fannst þetta vera svo mikið á meðan ég var að gera þetta en finnst þetta nú bara alveg skítlítið þegar ég er að skrifa það hérna) Enda er ég bara alveg búin á því akkúrat núna. Svaf ekki nema svona 5 tíma í fyrrinótt og 4-5 tíma í nótt. Svo ég held bara að ég fari að hætta þessu pikki og kannski leggja mig. Allavega nenni ég ekki út að labba af mér bumbuna því það er eiginlega bara "brjálað" veður. það er reyndar alveg hlýtt en pjúra ROK.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli