Prednisone dependency
Annars er ekkert að frétta. Mamma og Gummi eru komin frá Kanarí og Jasmín komin heim - örugglega fegin greyið. Hún og Hugi voru annars orðin ágætis mátar.
Ég er búin að vera með einhvers konar hósta niður í lungu... einhvern vegin ekkert nýtt við það. Fór ekki í vinnuna í gær og í dag. Ætla að sjá til hvað verður á morgun. Hver veit hvort ég verð bara ekki orðin betri. Ég var annars hjá sjúkaþjálfaranum í dag og hann var að hvetja mig til að mæta endilega í tækjasalinn og teygja mig þar í tækjunum. Auðvitað langar mig... en síðustu tvær vikur hafur líkaminn bara ekki boðið uppá að ég reyni á mig umfram það sem nauðsynlegt er eins og vinnu og heimilisstörf. Mig langar meira en allt að geta mætt í tækjasalinn og fara á hlaupabrettið og lyfta og pústa aðeins en ég bara hef ekki getað það fyrir verkjum í líkamanum... hausverk, þrekleysi og andleysi. Kemst einhvern veginn varla yfir að vinna í 3-4 tíma og eiga svo allta annað eftir og öll orka búin. (pínu kvartogkveinstundhérnanúna). Mig langar alveg til að fara á hestbak á fleiri en einn hest og jafnvel 2 daga í röð... en ég bara get það ekki. Ég fór í göngutúr á mánudaginn og aftur á miðvikudaginn og voilá.... komin með hósta. Stundum langar mig bara til að labba út úr húsinu og skokka af stað..... en ég bara get það ekki. Mig langaði til að keppa á hestamótinu um daginn en ég bara get það ekki. Það er ísmót á laugardaginn sem mig langar að keppa á en ég get það ekki. Ég er einhvern veginn búin að sjá það að þetta lífsmunstur er að breytast. Það er ekki jákvætt en ég
verð einhvern veginn að fara að snúa því þannig að eitthvað jákvætt komi útúr því. Eins og stendur sé ég það bara ekki. Vonandi kemur það samt fljótlega því að staðan í dag er óásættanlega fyrir alla. Bæði mig og alla aðstandendur og vini.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli