mánudagur, 27. janúar 2014
Ennþá janúar.........
Jæja kláraði þessar blóðprufur í dag... Fækkar alltaf verkefnunum jafnt og þétt. Nú verður "gaman" að heyra frá læknunum þegar þeir verða búnir að fara yfir niðurstöðurnar. Býst samt við því að ég verði að hringja (skrifa emil) og yfirheyra þessa lækna. Vill til að ég hef ekki netfangið hjá Þorvarði... en ætli ég sendi ekki línu á Sigurð. Ég þarf að fara að sækja mér meiri stera á apótekið bráðlega!!!!! Love it. eins og þeir segja í Dalalíf og hinum Lífunum. En þegar hann var að skoða mig hann Þorvarður - ef skoðun getur kallast. þ.e. hann horfði framan í mig og var að leita að ummerkjum um Lupus (rauða úlfa) þá sá hann ekki þau ummerki sem hann var að leita að. Það styður þær blóðprufur sem búið er að taka á undanförunum mánuðum. En það sem mér fannst kannski eins og hann vildi helst garfa í og skoða það er sú staðreynd að ég hef í lengri tíma verið að "þjást" eða kannski ekki þjást... en hef allavega þurft að kljást við sýkingar í líkamanum. Þá bæði innvortis og líka útvortis. Ef ég hef fengið kvef... þá hefur það yfirleitt endað með því að ég hef þurft sýklalyf.. Ég hef verið greind með sýkingar í kinnholum og í desember 2012 var brotið bein í nefinu á mér til að hreinsa út sýkingu sem var þar í kinnholu. Sýking var til staðar í hinni hlið andlitisins líka en líklega ekki í því magni að "þyrfti" að brjóta bein til að hreinsa út þar líka. en svo fékk ég í sumar stapphilokokka í nefkokið og var þ.a.l. með sár í nefinu í lengri tíma (hélt bara að þetta mundi lagast og væri bara smá sár) en það þurfti sýklalyf og smyrsl til að drepa þá sýkingu niður. Svo er ég búin að vera með sýkingar í munni og á fleiri stöðum á og í líkamanum. Já og það bara ekkert síðustu mánuði... heldur bara síðan ég man eftir mér þannig !!!!!! Auðvitað ekki alla daga alltaf undanfarin 20 ár. En þegar ég var unglingar og fékk hósta/kvef þá endaði það oft með því að ég fékk bronkíttis og þurfti pensilín.. ekki tók betra við þegar ég fór svo að reykja því að þá var ég ef eittthvað er oftar með kvef og þurfti þá alveg undantekningarlaust á pensilíni eða sýklalyfjum að halda og svo framvegis og svo framvegis...... Kannski heldur maður bara að þetta sé svona hjá öllum... en kannski verð ég bara að fara að halda að svona sé þetta samt ekki alltaf hjá öllum.!!!!! En endilega ef einhver sem les þetta er reykingamaður - þá endilega HÆTTU:-) það var það fyrsta sem ég hugsaði sl. vor þegar ég veiktist. DJÖFULSINS HÁLFVITINN ÞINN AÐ HAFA REYKT!!!!! og það mun ég aldrei gera aftur..punktur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli