miðvikudagur, 15. janúar 2014

15. janúar og ekki nótt !!!

Já góðan daginn. Hér sit  ég nánast um hábjartan daginn - sem er svo ekki venjulegt. Yfirlett er ég að skrifa hérna um hábjarta nótt og í lyfjarússi að bíða eftir því að sofna. Spurning hvort það er gáfulegra að skrifa á þessum tíma sólarhrings. Sjáum hvað setur. Já staðan er óbreytt frá síðasta bloggi. hef ekki farið í blóðprufu og er ennþá að taka 15 mg af sterunum. ég held samt að hemóglóbínið hafi haldist - ég held það..... Mér sýnast allar æðar vera stútfullar. Annars veit ég ekki lengur hvað mér finnst og hvort það er rétt. Ég veit líka ekki hvort ég á eitthvað að vera að fara í blóðprufu í dag... Ég eiginlega nenni því ekki. Og held kannski að það megi alveg bíða fram í næstu viku. Ef Sigurður vill eitthvað heyra í mér eða hitta mig þá verður bara tekin blóðprufa þá. En mig langar samt alveg rosalega til að minnka sterana aftur. Finnst ég alveg komin með nóg af þessum skammti. Er bæði búin að vera MEGA þreytt.. MEGA pirruð... Mega leiðinleg... MEGA rugluð og fleira eitthvað svona MEGA:-( sem mér finnst bara alveg MEGA leiðinlegt. Ég er búin að vera að lesa sögur af fólki sem er búið að eiga erfitt með að vera á Prednisolone gæti svosem látið einhverjar hérna inn... En það eru líka sögur frá fólki sem þekkir fólk á Prednisolone og þetta eru sko enga skemmtisögur. ÓNEI.
T.d. þessi hérna hún tapaði manninum sínum :-(
Hi I was wondering if anyone can relate to my life.
My husband took predisone 100 mg for 6 months for some vision loss he experienced.
That was approximately 15 years ago. I feel like that was the last time I saw my very loving husband. Since the predisone I feel like it stole his awesome personality. He has had a complete personality change.
This has taken me many years of searching but I have come to the conclusion that the predisone may be the reason for his change. 
Þessi er með Irritable bowel syndrome (órólegan ristil - og líklega bólgur)
I'm on prednisolone which is the same steroid I have been given them for an IBD which has not been diagnosed I've been on them for 7 weeks so far and still have 3 months left at a reduced dose from 40mg I hate it because I can't sleep I have painful legs my eyes itch I keep feeling down and cry a lot I've even been taking things without paying for them and not realised until I get home .. I'm wondering about not knowing where I'm going or what I'm doing .. shaking all the time feeling sick and anxious like nearly everyone who has taken these drugs I was not warned at all about this and when I mentioned some of the side effects to a doctor in the hospital I just got an oh dear try get some rest !!!

Og svo eru margar fleiri verri sögur. En auðvitað eru einhverjir sem gengur vel að nota prednisolone en flestir eru þá að nota það í stuttan tíma... kannski bara í einhverja daga eða slíkt. Ég get líka alveg tekið undir þær sögur því ég tók þetta lyf fyrst fyrir rúmu ári síðan við sýkingum í kinnholum. Mér leið einmitt bara mjög vel... varð mjög orkumikil og gat gert ótrúlegustu hluti. En það tók bara ca 10 daga og allt í lagi með það. 
Númmm jæja annars gengur allt sinn vanagang. Valgeir fer að verða jafn stór og ég- örugglega í síðasta lagi í sumar. Baldvin er kominn langt yfir minn haus og er kominn á pikkfast. Hannes er alltaf eins þolinmóður og góður. og ég bara jafn crazy. Við erum svo að fara til Reykjavíkur um helgina. Eitt stykki fjölskylduþorrablót hjá Ínu ömmu afkomendum eins og lög gera ráð fyrir. Við ætlum að vera eina nótt á hóteli og svo eina nótt í íbúð með Sirrý Ínu og mökum. Hlakka bara til að fara aðeins ein með mínum manni. Gott að komast aðeins út af heimilinu og anda að sér menguðu reykjavíkurloftinu. Kannski að maður fari í eina heimsókn... Maður veit aldrei. Læt þetta duga í bili :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli