ég gafst upp í morgun og minnkaði steraskammtinn - (við Sigurður höfðum rætt það að bæta við viku á þessum 15 mg og sú vika var liðin) svo ég minnkaði í 12.5 mg og er þá komin í sama og ég var komin niður í um daginn (þ.e. fyrir jól) Ég sendi honum tölvupóst og lét hann vita af þessari breytingu. En ég hafði líka verið búin að senda honum póst fyrr í vikunni (já eða 2 pósta maðurinn fær engan frið) þar sem ég var að tala um að mig vantaði veikindavottorð og eins hvort það ætti kannski að taka fleiri mælingar í næstu blóðprufu.
Hann hringdi svo í mig í dag... alveg sáttur við að ég hafði breytt sterunum - ætlar að skrifa veikindavottorð um að ég megi vinna 50% og það á að vera út apríl.... ég var frekar að horfa á út febrúar... en ef það verður breyting þá verður bara breyting og ég fer þá að vinna meira. Ég er auðvitað ekki að vinna nein 50% eins og er næ ekki nema rúmlega 40%.. Hann lét mig svo skrifa niður fullt af atriðum sem á skoða í blóðprufunni næstu sem ég fer í en það verður þá í næstu viku... þá er þetta svona mæla skal: B-blóðhagur/deilitalning, S-Kreatinin, S-Glúkósi, S-Bilirúbín, S-ALAT, S-ALP, S-ASAT, S-LD, og S-TSH svo skrifaði ég niður eitt enn en ég bara finn það ekki á blóðprufubeiðninni... það verður að hafa það. Alltaf jafn skemmtilegt hjá mér :-)Og ég þarf að fara fastandi í þessa blóðprufu þar sem það er mæling á glúkósa og þá má ég ekki vera búin að borða neitt svo sykurmagnið í líkamanum verði ekki rétt í mælingunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli