föstudagur, 24. janúar 2014
24. janúar.... afmælisdagur hjá Ellý Rut og bóndadagur.
Fór í blóðprufu á fimmtudagsmorguninn hérna á HVE.. þurfti að vera fastandi þar sem það átti ma að mæla glúkósa í blóði. Allt í góðu með það... ég mætti og blóðprufan var tekin. Hemóglóbín 123... sem er bara nokkuð gott miðað við að hafa minnkað sterana fyrir viku síðan. Semsagt bara ánægð. Það var reyndar tekið alveg extra mikið blóð því að það átti að prufa alveg extra mikið. Anyway ég fór svo bara heim og sofnaði. Fljótlega hringdi samt síminn og það var verið að bjóða mér tíma hjá gigtarlækni í Reykjavík bara samdægurs. Ca klukkan 14.00. Ég þáði bara tímann þar sem það er fimm mánaða biðtími hjá þessum lækni og við bara brunuðum suður og ég hitti Þórarinn Jón Löve sérfræðing í lyflækningum og gigtarlækningum. Hann ræddi við mig ýmislegt og í raun allt annað en það sem ég hélt að við værum að fara að ræða. En hans pæling er hvort þetta sé ekki beint sjálfsónæmissjúkdómur heldur bara ónýtt ónæmiskerfi - eða bilun í ónæmiskerfinu mínu. eða svoleiðis skildi ég hann - ég skil ekki alltaf allt. hann lét allavega útbúa blóðprufubeiðnir sem ég fór svo í áður en við fórum af stað norður. hann sagði að annað hvort hann eða Sigurður yrðu í sambandi við mig þegar komið væru út úr þessum prófum. Nú í morgun var svo hringt frá rannsóknarstofunni í Mjódd - þar sem var verið að fara yfir blóðprufurnar og þá var víst ekki klárað að taka allar prufurnar svo ég verð að fara aftur hérna á mánudaginn. Ég er semsagt alveg að slá öll met í blóðprufum. Tvær blóðprufur á fimmtudaginn og svo strax aftur blóðprufa á mánudaginn.
En annars var vikan ágæt. Var nokkuð orkumikil fyrrihlutann... fór á hestbak og göngutúr en eftir þessa Reykjavíkurferð er ég bara ekki að ná mér. búin að vera ".þreytt" og "illt" og allt þetta hitt sem allir nálægt mér fá að heyra... sem mér finnst samt alveg það ömurlegasta við þetta allt saman. Að geta ekki bara verið allt í lagi. Jæja ég held allavega að það sé verið að skoða þetta eitthvað betur. Enda held ég að bæði Sigurður og Þorvarður Jón Löve séu sammála um það að það sé að verða komið gott af þessum sterum. Enda man ég ekki neitt og gleymi öllu. Treysti mér ekki til að keyra úti á þjóðvegi og svona ýmislegt fleira misskemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli