mánudagur, 24. mars 2014

25. mars

Helgin fór í ferð með Lionsklúbbnum  til Ólafsvíkur. Það var ágætis skemmtum með ágætasta fólki. Ef maður væri ágætur þá hefði þetta verið ennþá betra. En gaman var nú samt :-)Skattframtalinu skilaði ég líka í lok síðustu viku svo það er frá þett árið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu í ágúst. En ég sendi þeim svona 2cm búnka af kvittunum fyrir lækniskomu og lyfjakostnaði fyrir síðasta ár. Fáránlegar upphæðir sem fara í þetta ef maður er "veikur" . Á þessu ári er ég ekki búin að ná upp í afsláttarkort (30.000 rúmlega) en það styttist óðum þar sem hver blóðtaka kostar rúman 2000 og ér er að fara vikulega. Og kannski að ég ætti að fara að leggja þetta saman. Svona þegar ég set þetta á blað þá held ég að ég sé komin í þennan kostnað. Síðasta vika var mér annars ágæt. Ég hafði ágætis orku og lagði mig ekkert aftur þegar strákarnir voru farnir í skólann og svaf fram að hádegi eins og ég hef gert. En það reyndar gekk ekki á föstudaginn en þá var ég nánast ekki með meðvitund allan daginn.. Ég bara svaf og svaf og svaf og ætlaði aldrei að komast í gang. Sama var uppi á teningnum í morgun. Þá bara svaf ég eftir að strákarnir voru farnir í skólann og rétt kom mér í vinnu á réttum tíma. En ég var nú samt bara nokkuð brött í dag já svona nokkuð!!!!! Og nú er ég vakandi klukkan hálf eitt og sit hér og rugla. Ég þarf að drullast inn í rúm og loka augunum en einhvern veginn kem mér ekki í það. það er bara svo tilgangslaust að liggja í rúminu og velta mér og bylta og geta ekki sofnað. Ég var reyndar búin að liggja inni og var að lesa en þurfti svo að fá mér snarl og hér er ég.....Ég er ekki búin að fara á bak í rúma viku held ég. Ég hef bara varla orku í það ég fer ekki einu sinni í göngutúra sem ég þarf samt svo mikið að gera. En ég virðist alltaf geta hunsað mig frá því að gera það sem lætur mér líða vel. Eins og að fara í göngutúr og á hestbak. En þetta er eitthvað svo vonlaust og tilgangslaust þegar maður er alveg að drepast á eftir.................já meira væl og vol......................ég vildi að ég væri ein af þeim sem geta skrifað heilsu og jákvæðnispistla. Lífið er svo mikið betra ef maður borðar ekki mjólk,, hveiti, sykur, ger, kjöt, og jaríjarí......... ég efast ekki um að það sé það. En þá bara gengur dagurinn ekki út á neitt annað en að verða sér út um það sem má borða og ég hef bara ekki tíma eða orku í það. - Enda fer ég helst ekki í búð þessa dagana. En kannski að maður verði bara að snúa sér að því að borða bara grænt og fjólublátt og rautt og þá batnar allt.... hver veit. Eins og ég segi kannski að ég bara fari í málið og verði svona kona með sérþarfir sem get ekki borðað hitt og þetta af því að annars gerist hitt eða þetta. blablabla

Engin ummæli:

Skrifa ummæli