mánudagur, 10. mars 2014

10. mars

Renndi yfir síðasta pistil og þetta er nú meira kvartið og kveinið !!!!!
En það verður að hafa það. Síðasta staðfesta tala er nú 123 þannig að hemógl. er meira að segja frekar á uppleið heldur en niðurleið. Skál fyrir því;-)
Við erum komin að sunnan og synirnir til síns heima. Og já hundurinn líka. Ég hef ekki ennþá komið mér upp í hesthús. Ferðin tókst með eindæmum vel en við skoðuðum helst hesta, þ.e. hestakeppni, hestasýningu og svo hesthús hjá Hólmfríði vinkonu minni:-) En dagurinn í dag fór í að skutlast um staðinn með ís sem Baldvin, Tómas og Aníta höfðu selt til að safna fyrir skólaferðalagi í vor. Annað er svosem ekki merkilegt. Býst við að ég fari kannski í blóðprufu á föstudaginn... svona til að athuga hver staðan verður þá.
Ég held mig langi til að skrifa meira hérna en þetta er bara svo fjandi leiðinlegt hjá mér að ég held að ég sleppi því. Kannski að ég herji mig upp í að prjóna það sem eftir lifir kvölds. Ég verð sjálfsagt ellidauð áður en ég næ að klára þessa garðaprjónspeysu sem mér datt í hug að gera á sjálfa mig. djöfs....vitls............

Engin ummæli:

Skrifa ummæli