Fór í blóðprufu í dag hgl er 124 sem er ennþá á uppleið. Ánægð með það. Sigðurður veit af niðurstöðunni en vill ekki að ég lækki sterana. Ég er svosem ekki ósátt við það í bili. Margar pestir í gangi og eins gott að hafa varnir líkamans í lagi - nóg álag set ég nú á hann samt.
Ég fer samt til dr. Geirs á morgun svona bara til að fara yfir spurningar og pælingar frá mér -eða það sem ég man. Ég man ekki margt og rugla hinu saman. Ef mér finnst að eitthvað hljóti að vera rétt munað hjá mér þá er það pottþétt ekki. Alveg yndislegt allt saman. En við vorum annars með Baldvin hjá háls-nef og eyrna í Reykjavík í gær. Það þurfti að kíkja á hálskyrlana... en engin ástæða til að fjarlægja þá að svo komnu máli sem er aldeilis ágætt. Ég byrjaði að skoða skattframtalið í morgun.... einfalt er það hjá þeim sem ekkert þurfa að bæta við. En fyrir þá sem þurfa að skila viðbótarupplýsingum er þetta alveg nóg að fara í gegnum. En það borgar sig að gefa sér tíma og reyna að klóra sig í gegnum þetta.
Búið er að gefa útigangshrossunum út. Hannes fór á sunnudaginn með 2 rúllur og við ætlum að halda því áfram um komandi helgar.
Ég ætlaði að skrifa hérna allskonar og eitthvað meira en man alls ekki hvað það var. Svo þannig er það þá bara. Maður gerir ekki það sem maður ekki getur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli