þriðjudagur, 4. mars 2014

5. mars (eða aðfaranótt þess dags)

Góða NÓTT væri líklega rétt að skrifa hérna en samt góðan daginn. Ég ætla samt að fara að rúlla aftur inn í rúm og fara að sofa. En á morgun ætla ég í blóðprufu en ekki hvað :-) Vona að ég sé að halda í farinu öllu sem áður var. En ég þori samt ekki annað en að láta athuga með þetta. Finnst stundum eins og ég sé ekki alveg eins og ég vildi vera.... en sem betur fer hefur það sloppið til hingað til. Ég druslaðist allavega á hestbak í dag og reyndar líka í fyrra dag. Þá fór ég á báða okkar, en núna fór ég bara á Garpinn. Það eru svo gefandi reiðtúrar sem við förum í saman ég og hann. Hann er svo duglegur, kraftmikill og vakandi þrátt fyrir að vera ekki hræddur. Held ég gæti farið á honum til tunglsins :-) En já næstu dagar eru svo pínu lítið flóknir hjá familíunni. Strákarnir fara í skóla á fimmtudaginn, Hugi til Ellýar og við suður á land. Líklega fara svo strákarnir til mömmu og gista þar í eina nótt og fara svo í skólann. Baldvin fer svo til Reykjavíkur á SAMfestinginn sem er ball og söngvakeppni félagsmiðstöðvanna á landinu. Valgeir ætlar hins vegar í sveitina til Hákons. Við ætlum semsagt suður á land ásamt góðu fólki. Gista í Ölfusborgum og fara á Töltkeppnina í Meistaradeildinni og svo á sýningu hjá Fákaseli á föstudaginn. Heimkoma á laugardag. Kannski förum við eitthvert fleira í heimsókn eða slíkt en það kemur bara í ljós. Helst langar mig til að hafa þetta bara mjög rólegt. Og svo kemur bara í ljós hvað við gerum og hvert við förum :-). En annars er svosem ekki margt nýtt. Hannes og Valgeir komu þreyttir en þó sælir af körfuboltamótinu. Og við Baldvin vorum bara sæl eftir slökunina herna heima. Garpur og Herjan voru járnaðir í síðustu viku svo þeir eru vel skóaðir og negldir. Ég er aðeins að hugsa hvort ég eigi að ræða við dr. Sigurð um hvort það væri rétt að fara í að láta taka miltað. Ég einhvern veginn treysti ekki að þetta geti gengið svona áfram. Bara svo mikið af fólki sem er ekki þola að minnka sterana og vera eingöngu á þeim. En þetta er annars svo einstaklingsbundið. AIHA er ekki eitthvað sem mann langar til að vinna í happdrætti. En einhvern veginn dró ég nú samt þetta spil:-/ Auðvitað hefði það getað verið miklu verra en kannski er þetta samt bara nógu slæmt !!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli