þriðjudagur, 1. apríl 2014

Fyrsti apríl 2014

Blóðprufa í gær... staðan 126 sem er að verða hæsta tala sem ég hef verið í síðan í haust. En þá komst ég í 127 eftir að hafa farið í Rituximab lyfjagjöfina. Ég finn aðeins orðið orkumun t.d. þegar ég fer út að labba. Því að þá get ég aðeins spýtt í og kemst þá hraðar... en það bara gat ég ekki, hvorki spýtt í eða komist hraðar. Það var bara einn hraði svokallaður "ríkis" hraði :-) En ég er ennþá að hósta - svolítið. Geir telur að það sé vegna sýkinga í ennis og kinnholum. Þannig að nú er ég að fara til læknis í Reykjavík í næstu viku - en ekki hvað!!!!! Ætla að hitta hana Sigríði Sveins, en hún er háls nef og eyrna og hafði það af í desember 2012 að hreinsa út úr kinnholu á mér vinstra megin. (nota bene eitt versta sem ég hef lent í - kannski fyrir utan beinmergstöku) en anyway. Ég bara verð að heyra hvað hún segir. Hvort það þurfi að hreinsa líka út hægra megin. En hún taldi ekki þörf á því síðast þó að það væri einhver sýking og uppsöfnun á "hori" þar líka. En mér líst samt ekkert á að þurfa að fara í svoleiðis aðgerð. Jú og svo ætla ég að nýta ferðina í beinþéttnimælingu sem ég hefði örugglega átt að vera löngu búin að fara í. - En jæja ég er alveg að detta í þvílíka þunglyndispolla inn á milli - siðast í dálítið langan tíma og það var MJÖG erfitt. Hvort þetta er ég eða sterarnir eða sterarnir eða ég bara veit ég ekki. Ég má allavega ekki taka meiri þunglyndislyf heldur en ég er að taka.... svo !!!!! En ég er ekki mjög sterk á andlega sviðinu núna og líður eiginlega eins og ég sé á mjög hálum ís. Ég tek allt inn á mig og tek öllu sem gagnrýni  (sem ekki er það endilega) ég verð mjög auðveldlega reið og sár og ræð ekkert við neinar tilfinningar. Mig langar stundum til að labba út og koma ekki aftur. Því að ég held að það væri léttara fyrir alla. Ég veit samt að mér þætti slæmt að vita að einhver annar hugsaði svona ..... og mundi sjálfsagt hringja bara í 112 fyrir hans hönd. En ég geri það ekki fyrir mig. (þetta er líklega ekki rétti staðurinn til að pósta þessum tilfinningum en ég geri það samt - því að sjálfselsk er ég fyrir allan peninginn).
Jú og svo var ég að sjá alveg nýja tölu á vigtinni.... hún og ég höfum ekki verið vinir hingað til og mér sýnist ekki að svo verði í næstu framtíð heldur. En þrátt fyrir að mér finnist að ég sé ekki eins þrútin og verið hefur þá er ég samt þyngri en ég hef nokkurn tímann verið. BAHHHHH Ég borða nú alls ekki mikið - hreyfi mig reyndar ekki neitt... en er að nálgast 90 kíló og það er ekki alveg minn tebolli - ég er nú bara rétt rúmur einn og hálfur metri á hæð. Ég býst við að BMI talan mín sé komin í OFÞYNGD og þar með er ég í hættu á alls konar fylgi kvillum. (má nú við því)  Þetta er einhvern veginn allt svo öfugsnúið. Nú stefnir óðfluga í 40 ára afmælið mitt (okkar) og þá hefur verið í "tísku" hjá fólki að taka til hjá sér í mat og drykk og sjæna sig svolítið til. Missa nokkur kíló og vera svolítið smart og fitt þegar þessir tugir skella á (eða mér hefur fundist það hjá fólki) en nei..... ég er búin að bæta á mig 10-15 kílóum á einu ári. Geri aðrir betur. og þá hef ég eitt ár til að koma mér upp í 3ja stafa tölu :-( GANGI ÞÉR VEL HELENA MÍN.... ÞÚ ERT ALVEG MEÐ ÞETTA !!!!!!!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli