WELL WELL... Síðan síðast er bara búið að ganga ofsa vel. Minnkaði sterana í 7,5 mg á þriðjudaginn var og fór í blóðprufu í gær. Hemógl. komið í 119. Sem er bara hin besta tala. Held mig við 7,5 eitthvað áfram. Og örugglega bara í marga mánuði -( er svosem ekki spennt fyrir því.
En annars fóru síðustu dagar í að halda upp á stórafmæli á bænum. En minn betri helmingur varð 40 ára á sunnudaginn. Við áttum góða daga í Reykjavík á Fosshótel Lind og gerðum bara það sem okkur langaði til þegar okkur langaði til. Og það er bara svo rosa næs að hafa það þannig. Komin á Ölveg fyrir hádegi á sunnudegi með stóran bjór á sitthvorn vænginn... Hvað getur það verið betra ha??? :-) Svo fórum við út að borða á Caruso um kvöldið þennan ofsa fína og góða mat. Vorum svo auðvitað alveg að springa á eftir og gátum á engri hliðinni legið. Ég náði nú samt að gúffa í mig "smá" súkkulaði áður en ég sofnaði. Það toppaði bara daginn. En Fríða og Haukur stóðu sig eins og herforingja að keyra okkur á barinn og sækja okkur aftur. Annað var svo í göngufæri.
Nú já meira læknis (þetta er jú mitt blog). Ég var hjá dr. Geir og ræddi við hann ýmislegt, man auðvitað ekki nema hluta. En við ákváðum að ég myndi reyna að hreyfa mig meira............. en ekki hvað. Það var ekki komið svar úr beinþéttnimælingunni. Sem hann skildi ekki þar sem það er svo langt síðan ég fór í hana. En ég hringi í hann á föstudag eða mánudag og athuga hvort ekki er eitthvað komið út úr henni. Annars fer ég að fara í sumarfrí... svona í næstu viku eða svo. Býst við að ég taki kannski hálfan mánuð bara.... Það væri örugglega ekkert vitlaust.
Ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira svo þá er bara best að hætta. Hlakka til að eiga frí á morgun 1. maí.... :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli