þriðjudagur, 15. apríl 2014

15. apríl 2014

Síðan síðast........... hefur ýmislegt gerst. Jú ég minnkaði sterana og leið alveg ágætlega -svona þangað til ég fór í næstu blóðprufu sem var nú ekki mörgum dögum seinna og þá bara hafði allt farið í norður og niður áttina sem það auðvitað átti ekki að gera. Góð ráð voru ekki sérlega dýr og ég lét auðvitað Sigurð vita sem sagði mér að auka sterana í 15mg. Það gat ég ekki (bara alls ekki) svo ég jók þá í 10mg. Hann hringdi svo í mig rétt seinna og ég fór undan í flæmingi og svosem sagði honum að ég hefði ekki hlýtt skipuninni um 15mg... en hann var  bara sáttur við þetta í bili. Ég var svo í blóðprufu í dag og þá er hemóglóbínið komið upp í 120. Þannig að þetta hefur þá virkað - að einhverju marki ennþá. Annað heilsutengt er svosem ekkert sérstakt. Ég er búin að ætla að fara út að labba á hverjum degi og sjá ennþá hef ég ekki komið mér út fyrir hússins dyr. En auðvitað ætla ég á "morgun".
Nú já og svo kláraði ég lopapeysuna sem ég byrjaði á um jólin.......... loksins og er þ.a.l. byrjuð á nýrri peysu (hún verður held ég ofsa-flott og fer á einhverja sölu í sumar) !!!!! Og svo fór ég í 2 fermingarveislur. Fyrst hjá henni Dagrúnu Sól - sem fæddist bara rétt um daginn. Og svo hjá henni Eddu Feliciu frænku minni sem fæddist líka fyrir mjög stuttu síðan. Hana hef ég ekki þekkt eins lengi og Dagrúnu því að hún hefur búið erlendis meiri hluta sinna æviára. En hún er aldeilis góð stúlka og já þær báðar. Óska foreldrunum innilega til hamingju með þessar glæsilegu framtíðarkonur :-)
HMM......ég veit ekki hvort ég hef meira að segja í bili.... langar eiginlega ekkert  að segja fleira. jú ég er í sumarfríi...... (eða það á að heita það). Annars þykir mér bara ofsa vænt um alla - þessa dagana, er eitthvað lítillát og mishress!!! Ég er ennþá að hugsa um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór- ef ég verð þá einhvern tímann stór????? Það setur einhvern veginn strik í reikninginn að standa frammi fyrir því að geta lítið sem ekkert gert þrátt fyrir að langa til að gera margt og mikið!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli