sunnudagur, 13. desember 2015

13.12.2015

Hér er ég vakandi klukkan 8 á sunnudagsmorgni. Er búin að vera vakandi síðan kl. 6.00 þegar Baldvin var að koma heim. Ég er nú reyndar að verða svolitið syfjuð, kannski halla ég mér bara aftur :-) Hve nice væri það. En já ég fór í blóðprufu í vikunni og hgl er komið upp í 128. Sem er hæðsta tala að mig minnir að hafi komið síðan ég veiktist. Ég var samt farin að halda að ég væri að lækka en ekki hækka þar sem ég var komin með einhver einkenni, sem mér fannst óþægileg. En það hefur líklega bara verið vöðvabólga og prófstreita. Nú eru prófin búin og mér finnst að ég hafi allan tíman í heiminum til að gera hitt og þetta. Og það á allt eftir að hafast og koma jól eftir ca 10 daga. Ég var annars í Uppeldisfræði 103 og Sálfræði 203 (þroskasálfræði) og Félagsfræði 303 (stjórnmalafræði). Þetta var frekar strembið að vera í 3 fögum með vinnu en hafði þó. Nú er bara spurning hvað ég tek eftir áramót. Ég þarf að heyra í námsráðgjöfum með hvert framhaldið verður svo að ég klári þetta kannski á komandi árum. Annað er svosem ekki markvert í bili:-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli