mánudagur, 21. desember 2015

21.12.2015

Styttist í jólin ennþá..... og við byrjuðum að mála í gær... Eða Hannes byrjaði að mála. Málaður var 1 veggur í stofu alveg inn í eldhús og þar út í horn, yfir og undir eldhúsinnréttingu. Seinni umferð á hluta þess sem málað var í gær verður máluð í dag. Ég stóð svo með pensil og sletti á nokkra hurðakarma og gluggakarma akrýllakki. Það er hálfgerð hreingerning í því, enda allt út í strikum eftir fótbolta hér innanhúss. Hve nett er það :-) Allaveg er líf í húsinu. Nú eru allir komnir í jólafrí. Baldvin er kominn heim og fékk vinnu í sjoppunni í nokkra daga, það var aldeilis frábært. Valgeir fór í Kolugil strax eftir að hann var kominn í jólafrí og stoppaði þar í 2 sólarhringa. Þau eru alveg frábært að leyfa honum að koma í heimsókn:-) Ég náði mínum prófum... 7 í fél 303, stjórnmálafræði, 8 í upp 103 og 8 í sál 203, þroskasálfræði. Þannig að í ár er ég búin að næla mér í 24 einingar í framhaldsskóla og ég er meira en sátt við það.
Ég er búin að hafa samband við námsráðgjafa í FNV og hún gefur mér upp að ég eigi 31 einingu eftir. Þar af eru reyndar 7 stærðfræðieiningar, eðlis og efnafræði og landafræði, en annars er það nánast eingöngu uppeldis, og sálfræði sem eftir er. Ég veit ekki alveg í hvaða röð ég á að taka þetta. Sumpart vil ég fara að byrja á stærðfræðinni, en sumpart langar mig til að fresta henni !!!!! Ég veit, hika er sama og tapa. En ég er helst á því að ég reyni að taka einn stærðfræðiáfanga og kannski uppeldisáfanga eða sálfræðiáfanga núna eftir jólin. En mig langar rosalega til að klára þetta vorið 2017, það er reyndar frekar strembið held ég. Ég veit ekki hvort ég get tekið áfanga í sumarskóla í sumar. Það er svo margt sem stendur til í sumar. Ég ákvað reyndar líka að fara í rækilega naflaskoðun á ýmsu hjá sálfri mér um daginn og er að vinna í því þessa dagana. Ég fór af stað með ákveðið verkefni í huga, en ég veit ekki hvort ég get klárað það á þann hátt sem ég hugsaði mér. Ég er að reyna að komast að því hjá sjáflri mér hvort ég yrði sátt við að taka skrefið, annað hvort að hluta eða heild, en það eru margar blendnar tilfinningar í gangi. Mér hefur hins vegar verið ótrúlega létt eftir að ég byrjaði ferlið, en hvort það verður jafn mikill léttir til lengri tíma bara veit ég ekki og er helst hrædd um að svo verði ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli