föstudagur, 25. desember 2015

25.12.2015

Gleðilega hátíð allir sem einn. Nú sit ég hér á jóladagsmorgni og hugleiði með sjálfri mér. Úti er logn og 7 stiga frost. Alveg ofsalega fallega blá birta úti eiginlega alveg ótrúlega falleg. Svona nánast eins og draumur það er svo fallegt að sitja hérna í eldhúsinu og horfa út um gluggann minn stóra. Það er enginn á ferli, enda liggja vonandi flestir ennþá undir sæng og kúra og hjúfra sig að sínum drumahetjum, hvort sem þær eru raunverulegar eða ekki. Aðfangadagskvöldið var notalegt með strákunum mínum þremur. Það er gaman að spá í hvað hlutirnir breytast mikið á milli ára. Matartíminn tók rúmlega hálftíma (var áður mun styttri), og svo var hjálpast að við að ganga frá. Valgeir fór reyndar í að raða pökkunum undir tréð, en það var enginn með neinn asa eða æsing þetta árið. Eða svona þangað til við fórum að opna pakkana. Valgeir byrjaði á því að opna fyrsta pakkann... sem reyndist svo vera til Baldvin en ekki hans sjálfs ..... haha við hljógum mikið, sem betur fer varð enginn sár. En Baldvin fékk bara að opna Valgeirs pakka í staðinn. Já hér er alltaf mikið fjör. Við erum innilega þakklát fyrir kvöldið, matinn góða og gjafir allar. Og að sjálfsögðu kökuna hjá Helgu og pabba, en þangað röltum við þegar búið var að opna pakkana. Baldvin galdraði reyndar fram mynd til að horfa á um kvöldið Home alone, það var bara gaman að því :-). Nú er stefnan svo tekin á að renna í Borgarnes til mömmu og Gumma og eyða stund með þeim :-). Svo gaman að því hvað lífið býður manni upp á nýtt og spennandi frá tíma til tima. Þannig að nú er Hannes kominn fram og þá tekur við að vekja ungu mennina, það tekur rúmlega 2 mínútur,, svo verður bara sjænað sig til og brunað suður yfir heiði. Jólaknús á alla sem reka augu í þetta bull í mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli