ýmislegt hefur á dagana drifið frá því síðast. Sumt markvert, sumt ómarkvert. Við familían vorum að koma frá Reykjavík eftir 17 ára afmælishelgi með Baldvin Frey. Við höfum ekki staðið okkur alveg nógu vel í að aðstoða hann með bílprófsundirbúning, þannig að það er ekki ennþá komið í hús. En það styttist nú engu að síður. Við fórum suður á föstudaginn og eyddum helginni í stéttarfélagsíbúð. Strákarnir fóru í bíó á föstudagskvöldið - ég hvíldi mig auðvitað. Og svo fóru Baldvin og Hannes að horfa á leik á Glaumbar á laugardeginum en við Valli stikluðum um Kringluna. Við fórums svo út að borða á Tapasbarinn, sem var æðislegt. Fríða Marý kom með okkur sem var æðislega gaman. Allir borðuðu góðan mat og eftirrétturinn var BARA himneskur. Væri til í að fara og fá mér bara kökuna. En svo var stemmingin líka æðisleg. Spænsk, grúví, stemming. Eitthvað alveg fyrir mig allavega. En jú að matnum loknum hlupum við upp í Þjóðleikhús, því að við fórum líka í leikhús. Við rétt náðum í sætin áður en sýningin byrjaði. Eitthvað sem gerist nú aldrei hjá okkur, þ.e. að vera síðust í hús ;-).En gaman var það. Sýningin æðisleg og allir skemmtu sér vel. Við röltum svo í leigara og fórum upp í íbúð að tékka á internetinu (en ekki hvað) og skriðum svo í bælið. Æðisleg helgi :-)
Nú tekur við "lífið" aftur, lærdómur, vinna og heimilisverk. Ég er pínu með í maganum yfir náminu sem ég er í... Þetta er svolítið mikið þessa önnina. Þrjú þung fög, og maður ekki alveg að taka tímann í námið sem maður þarf. Fyrir utan að maður er ekki alveg að ganga á 100% afköstum. Ég á í dag eftir að skila ritgerð, og strax i næstu viku er önnur ritgerð.. sem ég er ekkert farin að undirbúa. og eitthvað fleira.. en þetta verður bara að hafast. Ég á svo hreinlega eftir að taka stöðuna á því hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Ég veit ekki einu sinni hvort ég er að taka fög sem telja í þetta blessaða stúdentspróf. Þarf að fara að skoða það.
Mér datt líka aðeins í hug hvort ég ætti að fara í adhd greiningu. Já maður spyr sig. Ég er bara að versna í því að finnast að ég sé ekki að gera nógu mikið og að ég eigi eftir að gera svo og svo mikið en geri samt ekki neitt af viti (athyglisbrestur). En ég er ekki að fara í það alveg næstu dagana. Fyrst þarf ég að klára ýmislegt annað. Mig langar samt alveg rosalega til að fara að taka inn og temja. Já eða ekki temja. Umgangast hestana ætti það að heita. Ég þarf allavega að fá mér hnakk. Ég fór í Top reiter á föstudaginn og var að prófa hnakka. Kom mér á óvart að ég fékk alveg valkvíða. Ég var alveg búin að ákveða hvernig hnakk ég ætlaði að fá mér, en ég er eiginlega búin að skipta um skoðun. Það skýrist fljótlega hvað ég geri. En jæja.. þetta er komið gott í bili. Þoddn, eins og þeir segja !!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli