mánudagur, 24. mars 2014

25. mars

Helgin fór í ferð með Lionsklúbbnum  til Ólafsvíkur. Það var ágætis skemmtum með ágætasta fólki. Ef maður væri ágætur þá hefði þetta verið ennþá betra. En gaman var nú samt :-)Skattframtalinu skilaði ég líka í lok síðustu viku svo það er frá þett árið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu í ágúst. En ég sendi þeim svona 2cm búnka af kvittunum fyrir lækniskomu og lyfjakostnaði fyrir síðasta ár. Fáránlegar upphæðir sem fara í þetta ef maður er "veikur" . Á þessu ári er ég ekki búin að ná upp í afsláttarkort (30.000 rúmlega) en það styttist óðum þar sem hver blóðtaka kostar rúman 2000 og ér er að fara vikulega. Og kannski að ég ætti að fara að leggja þetta saman. Svona þegar ég set þetta á blað þá held ég að ég sé komin í þennan kostnað. Síðasta vika var mér annars ágæt. Ég hafði ágætis orku og lagði mig ekkert aftur þegar strákarnir voru farnir í skólann og svaf fram að hádegi eins og ég hef gert. En það reyndar gekk ekki á föstudaginn en þá var ég nánast ekki með meðvitund allan daginn.. Ég bara svaf og svaf og svaf og ætlaði aldrei að komast í gang. Sama var uppi á teningnum í morgun. Þá bara svaf ég eftir að strákarnir voru farnir í skólann og rétt kom mér í vinnu á réttum tíma. En ég var nú samt bara nokkuð brött í dag já svona nokkuð!!!!! Og nú er ég vakandi klukkan hálf eitt og sit hér og rugla. Ég þarf að drullast inn í rúm og loka augunum en einhvern veginn kem mér ekki í það. það er bara svo tilgangslaust að liggja í rúminu og velta mér og bylta og geta ekki sofnað. Ég var reyndar búin að liggja inni og var að lesa en þurfti svo að fá mér snarl og hér er ég.....Ég er ekki búin að fara á bak í rúma viku held ég. Ég hef bara varla orku í það ég fer ekki einu sinni í göngutúra sem ég þarf samt svo mikið að gera. En ég virðist alltaf geta hunsað mig frá því að gera það sem lætur mér líða vel. Eins og að fara í göngutúr og á hestbak. En þetta er eitthvað svo vonlaust og tilgangslaust þegar maður er alveg að drepast á eftir.................já meira væl og vol......................ég vildi að ég væri ein af þeim sem geta skrifað heilsu og jákvæðnispistla. Lífið er svo mikið betra ef maður borðar ekki mjólk,, hveiti, sykur, ger, kjöt, og jaríjarí......... ég efast ekki um að það sé það. En þá bara gengur dagurinn ekki út á neitt annað en að verða sér út um það sem má borða og ég hef bara ekki tíma eða orku í það. - Enda fer ég helst ekki í búð þessa dagana. En kannski að maður verði bara að snúa sér að því að borða bara grænt og fjólublátt og rautt og þá batnar allt.... hver veit. Eins og ég segi kannski að ég bara fari í málið og verði svona kona með sérþarfir sem get ekki borðað hitt og þetta af því að annars gerist hitt eða þetta. blablabla

þriðjudagur, 18. mars 2014

18. mars

Fór í blóðprufu í dag hgl er 124 sem er ennþá á uppleið. Ánægð með það. Sigðurður veit af niðurstöðunni en vill ekki að ég lækki sterana. Ég er svosem ekki ósátt við það í bili. Margar pestir í gangi og eins gott að hafa varnir líkamans í lagi - nóg álag set ég nú á hann samt.
Ég fer samt til dr. Geirs á morgun svona bara til að fara yfir spurningar og pælingar frá mér -eða það sem ég man. Ég man ekki margt og rugla hinu saman. Ef mér finnst að eitthvað hljóti að vera rétt munað hjá mér þá er það pottþétt ekki. Alveg yndislegt allt saman. En við vorum annars með Baldvin hjá háls-nef og eyrna í Reykjavík í gær. Það þurfti að kíkja á hálskyrlana... en engin ástæða til að fjarlægja þá að svo komnu máli sem er aldeilis ágætt. Ég byrjaði að skoða skattframtalið í morgun.... einfalt er það hjá þeim sem ekkert þurfa að bæta við. En fyrir þá sem þurfa að skila viðbótarupplýsingum er þetta alveg nóg að fara í gegnum. En það borgar sig að gefa sér tíma og reyna að klóra sig í gegnum þetta.
Búið er að gefa útigangshrossunum út. Hannes fór á sunnudaginn með 2 rúllur og við ætlum að halda því áfram um komandi helgar.
Ég ætlaði að skrifa hérna allskonar og eitthvað meira en man alls ekki hvað það var. Svo þannig er það þá bara. Maður gerir ekki það sem maður ekki getur!

sunnudagur, 16. mars 2014

16. mars

Ég tek aldrei mark á stjörnuspám (enda ætti þá hver spá við um 1/12 hluta mannkyns) en þetta gæti alveg verið um MIG og er af netsíðu mbl í dag.

Tvíburar

Sign iconÞú ert eitthvað ómöguleg/ur inni í þér núna. Enginn annar getur, mun eða ætti að segja þér fyrir verkum.



Þannig að ég held þetta sé komið í bili:-(

mánudagur, 10. mars 2014

10. mars

Renndi yfir síðasta pistil og þetta er nú meira kvartið og kveinið !!!!!
En það verður að hafa það. Síðasta staðfesta tala er nú 123 þannig að hemógl. er meira að segja frekar á uppleið heldur en niðurleið. Skál fyrir því;-)
Við erum komin að sunnan og synirnir til síns heima. Og já hundurinn líka. Ég hef ekki ennþá komið mér upp í hesthús. Ferðin tókst með eindæmum vel en við skoðuðum helst hesta, þ.e. hestakeppni, hestasýningu og svo hesthús hjá Hólmfríði vinkonu minni:-) En dagurinn í dag fór í að skutlast um staðinn með ís sem Baldvin, Tómas og Aníta höfðu selt til að safna fyrir skólaferðalagi í vor. Annað er svosem ekki merkilegt. Býst við að ég fari kannski í blóðprufu á föstudaginn... svona til að athuga hver staðan verður þá.
Ég held mig langi til að skrifa meira hérna en þetta er bara svo fjandi leiðinlegt hjá mér að ég held að ég sleppi því. Kannski að ég herji mig upp í að prjóna það sem eftir lifir kvölds. Ég verð sjálfsagt ellidauð áður en ég næ að klára þessa garðaprjónspeysu sem mér datt í hug að gera á sjálfa mig. djöfs....vitls............

þriðjudagur, 4. mars 2014

5. mars (eða aðfaranótt þess dags)

Góða NÓTT væri líklega rétt að skrifa hérna en samt góðan daginn. Ég ætla samt að fara að rúlla aftur inn í rúm og fara að sofa. En á morgun ætla ég í blóðprufu en ekki hvað :-) Vona að ég sé að halda í farinu öllu sem áður var. En ég þori samt ekki annað en að láta athuga með þetta. Finnst stundum eins og ég sé ekki alveg eins og ég vildi vera.... en sem betur fer hefur það sloppið til hingað til. Ég druslaðist allavega á hestbak í dag og reyndar líka í fyrra dag. Þá fór ég á báða okkar, en núna fór ég bara á Garpinn. Það eru svo gefandi reiðtúrar sem við förum í saman ég og hann. Hann er svo duglegur, kraftmikill og vakandi þrátt fyrir að vera ekki hræddur. Held ég gæti farið á honum til tunglsins :-) En já næstu dagar eru svo pínu lítið flóknir hjá familíunni. Strákarnir fara í skóla á fimmtudaginn, Hugi til Ellýar og við suður á land. Líklega fara svo strákarnir til mömmu og gista þar í eina nótt og fara svo í skólann. Baldvin fer svo til Reykjavíkur á SAMfestinginn sem er ball og söngvakeppni félagsmiðstöðvanna á landinu. Valgeir ætlar hins vegar í sveitina til Hákons. Við ætlum semsagt suður á land ásamt góðu fólki. Gista í Ölfusborgum og fara á Töltkeppnina í Meistaradeildinni og svo á sýningu hjá Fákaseli á föstudaginn. Heimkoma á laugardag. Kannski förum við eitthvert fleira í heimsókn eða slíkt en það kemur bara í ljós. Helst langar mig til að hafa þetta bara mjög rólegt. Og svo kemur bara í ljós hvað við gerum og hvert við förum :-). En annars er svosem ekki margt nýtt. Hannes og Valgeir komu þreyttir en þó sælir af körfuboltamótinu. Og við Baldvin vorum bara sæl eftir slökunina herna heima. Garpur og Herjan voru járnaðir í síðustu viku svo þeir eru vel skóaðir og negldir. Ég er aðeins að hugsa hvort ég eigi að ræða við dr. Sigurð um hvort það væri rétt að fara í að láta taka miltað. Ég einhvern veginn treysti ekki að þetta geti gengið svona áfram. Bara svo mikið af fólki sem er ekki þola að minnka sterana og vera eingöngu á þeim. En þetta er annars svo einstaklingsbundið. AIHA er ekki eitthvað sem mann langar til að vinna í happdrætti. En einhvern veginn dró ég nú samt þetta spil:-/ Auðvitað hefði það getað verið miklu verra en kannski er þetta samt bara nógu slæmt !!!!

28. febrúar.

Jamm og já. Blóðprufa í fyrradag. Bara sama staða í hgl. Svo það er alveg bara FLOTT. Magnað að fara ekki niður þrátt fyrir að vera búin að minnka... sterana alveg heilmikill léttir það. Ég verð nú samt aðeins að kvarta- ekki hægt að vera bara jákvæð :-). En ég er ennþá með þennan helv. hósta, þrátt fyrir að vera að nota Ventolin er ég ekkert betri að ráði. Sigurður sagði mér að fara til heimilislæknis ef ég næ þessu ekki úr mér. Og ég býst við að fara þá bara í þarnæstu viku þegar Geir verður á vakt (Karlsson) það er Thorsteinsson á vakt í næstu viku. En anyway. Hannes er að fara til Reykjanesbæjar með Valgeir um helgina á körfuboltamót. Valgeir hlakkar geðveikt til..... veit ekki með Hannes. En ég er ákveðin í að slappa af og gera ekki neitt..... en samt er ég búin að hugsa um alveg fullt sem ég ætla að gera. Maður er náttúrulega gaga. Helst er það að prjóna, fara á hestbak, baka, ræsta Ráðhúsið, þvo þvott, þrífa, lesa, sofa, spila hayday, viðra hundinn og vera með Baldvin að njóta lífsins. Semsagt að gera ekki neitt :-)