Ég var sennilega ekki alveg búin að klára síðasta tímabil alveg hérn áðan !!! Það er ýmislegt skemmtilegt búið að gerast síðan síðast... þrátt fyrir að þetta blog hafi kannski aðallega átt að vera til þess að fylgjast með framgöngu sjúkdóms míns... ef sjúkdóm er hægt að kalla þessa síðustu mánuði, ár og já daga. Hvernig sem gengur með þennan sjúkdóm þá hef ég samt reynt að lifa lífinu lifandi og vonandi hefur þessi sjúkdómur ekki lengur þetta ægisvald yfir mér eins og var sl. ár. En engu að síður vomir þetta yfir mér og minni fjölskyldu allri eins og kannski pínu dómur. Það er bara engin leið til að segja að þetta sé búið eða hætt eða komið. Mér finnst auðvitað nóg komið og eins allri fjölskyldunni. Það er jú spurning hvað er hægt að leggja á þennan frábæra hóp fólks sem ég get og á að kalla fjölskyldu og vini. En nú er þetta svona að það er bara ekkert hægt að segja.. bara bíða og vona að þetta sé að mestu liðið hjá og muni aldrei koma aftur. Ég veit reyndar mjög vel að ég er ekki besti kandídatinn til þess að hegða mér eins og "sjúklingur" á að hegða sér. Ég er óstýrilát og óþekk og geri flest sem flestir "sjúklingar" gera ekki til að ná bata. Ég ögra mér, ég ögra fjölskyldum mínum, svo mikið sem flestir myndu ekki gera. En að búa við þennan sjúkdóm.. hefur sagt mér og fullvissað að ég skyldi og mun á meðan ég er hress og með svo góða líðan sem raunin er í dag hegða mér á þann hátt sem mig langar til í hvert og eitt sinn. Mig langar til að lifa þessa góðu daga og þessa góðu tíma lifandi, mig langar til þess að njóta og gera það sem fær mig til að líða eins og ég hafi ekki sjúkdóm. Mig langar til þess að fara á hestbak, þá daga sem ég get farið á hestabak. Mig langar til að gera margt með sonum mínum, en eðlilega eru þeir að lifa sínu lífi á sinn hátt á sínu þroska- og aldursskeiði sem þeir eru á í dag og hvern dag sem þeir lifa. Efalaust finnst einhverjum að ég ætti að verja mínum dögum undir sæng og haga mér "skynsamlega" svo að ég muni ekki lenda á sama stað og ég hafði áður verið á þegar ég var virkilega veik. En í dag"þó að allir dagar séu ekki 100%" eru þó fullt af dögum sem ég er kannski 50-100% í lagi og þá daga vil ég nýta eins og mér er framast unnt að lifa á sem bestan hátt. Ég hef gert ýmislegt sem sumir hafa haft áhyggjur af, ég hef líka gert ýmislegt sem ég hef haft áhyggjur af. Helst þá að gera lítið sem ekki neitt. Ég hef val í mínu lífi. Ég get lifað því sem sjúklingur og látið alla vorkenna mér... legið í rúminu og ekki gert neitt af viti. Af þvi að ég veit að ef ég ögra mér þá mun ég líða fyrir það næsta dag já og jafnvel næstu daga, en ég veit líka það að þá daga sem ég helst vildi kjósa að liggja í rúminu skila mér engu.. já engu. Ég hef í sumar upplifað daga þar sem ég hef nánast ekki komið mér framúr, vegna "aumingjaskapar" en þegar ég hef byrjað að gera eitthvað þann sama dag þá kem ég bara ýmsu í verk og mér líður hreinlega ekki verra næsta dag, heldur en ef ég hefði bara legið í rúminu. Fyrir marga er þetta kannski erfitt að skilja, en fyrir mig hefur þetta skilið á milli þess að vera aumingi eða virkur þátttaknadi í lífinu. Ég hef á sumum skilið það að ég sé mögulega að ögra, ögra hreinlega lögmálum lífsins. En ég verð að segja það, að á meðan ég er lifandi og einhvers verð, þá vil ég lifa lífinu lifandi. Það er bara þannig að það skilar mér engu að lifa lífinu sem lifandi dauð.
Verst finnst mér kannski að einhverjir telja að ég sé ekki að lifa mínu lífi á sem bestan hátt. En ég get bara voðalega lítið gert við því. Hvernig öðrum líður vegna mín er ekki mitt að kljást við. Aðrir verða að eiga við sínar tilfinningar. Ég get ekki breytt öðrum. Mig langar oft mest til þess að geta breytt annarra líðan, en eftir því sem lífið líður og ég öðlast styrk og þroska hefur mér alltaf gengið betur og betur að skilja að ég ræð ekki lífi og tilfinningun annarra. ÞAÐ ER ÞEIRRA MÁL EKKI MITT.
En að einu sinn sem þessa dagana fær mig til að trúa á styrk og vilja annarra þá var litla systir mín að útskrifast með sveinspróf á hársnyrtibraut. Húrra fyrir Fríðu Marý og auðvitað fyrir Ellý Rut með sína flottu rauðu húfu. Ég hef hins vegar ákveðið að innan stutts tíma mun ég útskrifast með hvíta húfu og þá verður veisla I PROMISE !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli