laugardagur, 3. september 2016

03.09.2016

Datt í hug að henda inn hérna færslu. Svolítið gott að hafa þetta blog... er eins konar dagbók hjá mér. Mér finnst stundum að lesa það sem ég skrifaði, því að þá rifjast ýmislegt upp fyrir mér sem ég var annars búin að gleyma. T.d. las ég síðustu færslu og rifjaðist þá upp fyrir mér hvað við erum búin að gera í sumar. Maður er ekkert að hugsa það dags daglega. Ég náði svo landafræðiáfanganum sem ég tók í fjarnámi í sumar.. einkunni 9.0 sem ég var nú meira en sátt við.. átti bara alls ekki von á slíkri einkunn. Svo já það var gaman að því. Nú á ég ekki eftir svo mörg fög til að klára stúdentsprófið. En þar ber þó hæst að nefna að ég á eftir STÆRÐFRÆÐI !!! Ég skráði mig því í stærðfræði í dreifnáminu hérna á Hvammstanga. Svo lengi lærir sem lifir, er það ekki ?? Mér gengur ágætlega að reikna.. ég fæ bara aldrei rétt svar út úr dæmunum. :-( En ég bara verð að gera þetta, svo þá verða ég a.m.k. að reyna!!!
Já svona líður nú tíminn hjá manni. Baldvin er farinn aftur í VMA og Valgeir að byrja í 9. bekk. Hannes skipti um vinnu en ég er enn að skjóta rótum í ráðhúsinu. Annars svona bara allt gott, aðeins búin að fara á hestbak. Eina ferð upp í Sel með Hannesi og pabbi kom á móti okkur út að Kárastöðum. Fyrstu réttir haustsins voru svo í dag í Hrútafirði og Miðfirði. Það er búið að vera æðislegt veður og var yfir 15°í Miðfirðinum í dag. :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli