Daginn daginn.... Svaka langt síðan síðast. Tíminn flýgur svo áfram þegar það er gaman og hvað er skemmtilegra en sumar á Íslandi? Já maður spyr haha. Norðanáttin er allavega algerlega búin að standa sig í sumar, engar flugur og enginn sólbruni - takk fyrir.... smá kaldhæðni hérna á kantinum. En jú síðan síðast. Við fórum á Landsmót Hestamanna og það var mögnuð upplifun. Þessir hestar og hestamenn. Þvílíkt power og glæsileiki, fagmennska og skemmtun, allt í bland. Jú og snjóaði auðvitað í fjöll líka ;-). Semsagt allt af öllu í boði þar. En ég naut hverrar mínútu. Í júlí tókum við 2ja vikna sumarfrí hjónin.. og þær vikur liðu ansi hratt í heyskap og snúningum og svo var auðvitað Unglistin aka. Eldur í Húnaþingi. Mjög skemmtileg hátíð og frábærir skemmtarar á svæðinu. Hundur í óskilum, Retro Stefson, Sigríður Thorlacius, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar og svo No More drama. Ég fór nú ekki á alla þessa viðburði en nokkra og skemmti mér alveg konunglega. Núna er Verslunarmannahelgin og elsti afleggjarinn er á Ísafirði að spila Mýrarbolta en við hin þrjú erum heima að hangsa, sem mér finnst alveg dásamlegt. Stefnum á eitthvað hestatengt, reiðtúra og skítmokstur. Gerist ekki dásamlegra en það.. að mínu mati sko.. kannski ekki annarra:-) Anyway svo er stefnan sett á Fiskidaginn mikla á Dalvík um næstu helgi. Þangað höfum við aldrei farið en ég held að það verði alveg rosalega gaman. Maður krossar bara putta að það verði kannski hlýrra en 5 gráður. En jújú það er bara lopapeysan, ekkert mál. Þær hafa aðeins verið brúkaðar í sumar. Gott að þetta verði ekki bara mölétið inni í skáp þessar flíkur.
Ég dreif mig í blóðprufu um daginn og mældist 125, sem er heldur niður, en allt í góðu samt. Mig dreymir um að lækka sterana aðeins meira, það hlýtur að fara að koma að því að ég taki skrefið. Það er bara alltaf svo erfitt. Æi en hvað með það. Ég fór annars ekkert á hestbak frá því að ég fór í aðgerðina og þangað til bara fyrir ca 10 dögum síðan en ég er bara góð og finn lítið sem ekkert fyrir öxlinni þegar ég er á hestbaki svo þetta er allt annar munur.
Think happy thoughts :-) :-) :-) Njótið lífsins, það er bara ein tilraun.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli