Jæja.. ég náði báðum fögunum með einkunina 8.0. Alveg þokkalega ánægð með það, en var að vona að ég myndi fá níu í uppeldisfræði 203. Það gekk þó ekki. En so be it. Ég amk náði. Er svo búin að skrá mig í einn áfanga í sumar. Landafræði 103 í fjarnámi frá Versló. Vona að ég nái að standa mig í því !!!! Annars eru skólaslitin hjá grunnskólanum í dag. Þangað skundum við og eftir hádegi verður borinn til grafar hann Brynjólfur Sveinbergsson sá mæti maður. Hann kom víða við á sinni ævi og stóð að baki mörgu góðu sem gert var hér í samfélaginu.
Ég er annars bara ótrúleg góð í öxlinni eftir aðgerina. Byrjaði að vinna 1. júní og verkirnir minnka dag frá degi. Hestarnir eru flestir komnir á beit, 5 eru á Höfða og 4 eru hérna heima við, 2 veturgamlir voru geltir í gær og sleppt upp í girðingu. Þannig að það er bara einn foli inni í hesthúsinu en hann fer í merar fljótlega og þá verður hesthúsið tómt. Við tekur auðvitað mokstur og þrif. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að dunda sér við. Annars styttist bara í Landsmót hestamanna. Annað er svosem ekki merkilegt minnir mig svo yfir og út í dag :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli