sunnudagur, 22. maí 2016

22.05.2016

Þriðji dagur frá axlaraðgerð. Mér líður ágætlega í öxlinni, eiginlega miklu betur en ég hafði búist við. En ég er voðalega þreytt.... Kannski verður maður bara þreyttur af því að gera ekki neitt. En kannski er líkaminn bara í smá sjokki eftir stressið undanfarið. Ég var svo rosalega stressuð fyrir aðgerðina. Ég kveið svo mikið fyrir af því að ég hélt að ég yrði svo kvalin. Anyway.. ég er eitthvað þreytt. Ég er búin að sofna 3x í dag... Sem er ekki alveg það sem ég er vön að gera. Og mig langar eiginlega bara til að sofna einu sinni enn. Kannski er þetta þreyta eftir að fá stera i aðgerðinni. Gæti mögulega verið. Annars var hestunum okkar sleppt út í dag. Þeir voru settir suður á Höfða. Ég er ekki ennþá búin að komast í einkunnirnar á INNU. Veit ekki af hverju, en það er bara lokað á nemendur. Ég held að ég verði að hringja á morgun og athuga með þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli