Í gær fór ég í aðgerð á öxl. Það voru boraðir af ca 6mm af beini, axlarhyrnu eða eitthvað slíkt. Mér líður merkilega vel í öxlinni strax í dag, og reyndar strax í gær. En nóttin var svolítið óþægileg. Ég svaf frammi í stofu þar sem ég hafði betri stuðning heldur en í rúminu okkar. Ég er ennþá að bíða eftir því að fá einkunnirnar mínar úr áföngunum sem ég tók í vetur. UPP 203 og SÁL 313. Innan er bara lokuð fyrir NEMENDUR. Smá fúlt. Nú og já svo vorum við að kaupa okkur bíl. Eitt stk. VW Golf. Lítinn og snaggaralegann í snattið. Hann er ennþá í Reykjavík blessaður. En Fríða og Kristján græjuðu þau mál fyrir okkur, frábært. Baldvin er farinn að vinna hjá Vegagerðinni og er búinn að vera þar sl. 4 daga. Valgeir er búinn að vera í Kolugili síðan á mánudaginn í sauðburði. Það er starfsnám hjá grunnskólanum. Hann er ótrúlega ánægður með það, og við líka.
En já gert er ráð fyrir að ég verði ca 6 vikur í veikindaleyfi. En ég held að ég hljóti að fara að geta farið að vinna fyrr, allavega miðað við hversu góð ég er nú þegar. En auðvitað er ég að taka fullt af verkjalyfjum svo það er kannski ekki alveg að marka. Ég á að byrja í sjúkraþjálfun ca á miðvikudag eða fimmtudag og það hlýtur að verða gaman. Ég get allavega sagt að verkirnir sem ég er með núna, á þessum verkjalyfjum eru örugglega minni heldur en þeir verkir sem ég var með áður og það er gott :-)
En hérna fyrir neðan eru nokkrar myndir að gamni. Hárgreiðsla hjá Fríðu Marý og ferðin til Bautzen.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli