föstudagur, 13. maí 2016
13.05.2016
Júbb nú eru komin 3 ár frá því að ég veiktist. Fór í blóðprufu í gær og hgl var 125. Ég er farin að taka 2,5mg af sterum daglega. Stefnni á að minnka þá fljótlega, en þó ekki fyrr en eftir axlaraðagerðina sem ég fer í þann 19. maí nk. Í dag sóttum við Baldvin á Akrureyri, hann er búinn með önnina. Við fórum líka með Valgeir til augnlæknis þar sem sjónin hans hefur farið hrakandi. Enda sýndi það sig. Hann var áður með -0,75 en fór í -1,5 á báðum augum. Nú förum við í að panta gleraugu frá Zenni sem koma eftir svona 20 daga. Þannig að það er ýmislegt í farvatninu. Baldvin fer að vinna í Veagagerðinni í sumar og Valger fer núna á sunnudaginn í sauðburð í Kolugil og verður til loka mánaðarins. Þannig að þegar ég verð búin í aðgerðinni og vonandi eitthvað byrjuð að ná mér fer svo Baldvin í háls- og nefkirtlatöku þann 14. júní. Þegar hann ætti að verað búinn að jafna sig förum við Hannes á landsmót hestamanna á Hólum. Það verður geðveikt gaman, svo framarlega sem ég verð orðin eitthvað betri og geti gert eitthvað af viti eins og t.d. klæða mig. En framan af þarf ég að ganga í opnum peysum og víðum buxum. Til þess að geta komist í föt, því að það er víst frekar erfitt emð slasaða öxl. Ég vona bara svo heitt og innilega að þessi aðgerð sé minnimáttar og að ekki komin neitt upp í hvortki aðgerðinni eða eftir aðgerðina, þá er ég fyrst og fremst aðhugsa um blóðið mitt. Svo mörg voru þau orð. Takk og bless
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli