Maður er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfum sér og maður getur ekki alltaf verið öllum öðrum til geðs. Sama hvað það lætur manni líða illa. Kannski ekki besta byrjunin á þessum pistli en svona er hún samt. Undanfarnir dagar búnir að vera awesome svo ekki meira sé sagt. Búin að ferma Valgeir Ívar og búin að fara í náms- og kynnisferð til Þýskalands. Hvoru tveggja var algerlega meiri háttar að upplifa. Fermingin gekk svo vel og veislan var alveg súper :-) Takk fyrir það allir. Svo var skundað til Þýskalands og þar var líka gaman og súper. Meira að segja alvega frábært. Góðir dagar með frábæru fólki, bæði samstarfsfólki og sambærilegu fólki í Þýskalandi. Þeir sem tóku á móti okkur hjá Bautzen, þ.e. starfsfólk sveitarfélagsins og stofnanna þess stóðu sig meira en vel. Starfsfólkið okkar stóð sig líka vel. Og að sjálfsögðu sveitarstjórinn og við kórinn (haha rímar) Það sem við græddum á þessari ferð verður seint metið til fjár. Samkennd hópsins, að læra og kynnast hvert öðru, hlátur og gleði ásamt öllu öðru sem við upplifðum sem hópur getur ekkert annað komið í staðinn fyrir.
Ég er annars búin að vera nokkuð bara hress, hef ekki farið í blóðprufu síðan í byrjun mars og finnst svolítið eins og allt sé nokkurn veginn í lagi. Svona nokkurn veginn. Ég er allaveg ekki verri en margir aðrir og takk fyrir það. Næstu dagar verða pínu hektískir eins og svo margir aðrir dagar. Verkefnaskil, próf, sækja Baldvin á AK, fara með VÍH til augnlæknis, og svo einhver axlaraðgerð á ég um mig frá mér til mín. Þá getur nú vorið hafist... Já vor þann 19. maí og í nokkrar vikur þar á eftir, já eða allavega þangað til ég verð komin á ról aftur og búin að finna mér eitthvað að gera. Hvað sem það nú verður. Áframhaldandi nám á leið til stúdentsprófs, skráning í háskóla nú eða bara "ekkert". Allavega verð ég aldrei að gera EKKI neitt það er alveg pottþétt. Það er held ég bara svo rosalega leiðinlegt.
Valgeir
Bautzen
Engin ummæli:
Skrifa ummæli