föstudagur, 15. apríl 2016

15.04.2016

Já nú líður að fermingu yngri sonarins. Valgeir Ívar verður fermdur á sunnudaginn. Það eru allir svo hjálpsamir og tilbúinir að taka þátt að ég er alveg klökk. Já og þakklát. Við klárum þetta lífsverkefni örugglega með stæl:-) Annars er bara búið að vera stuð hjá okkur. Partý í hesthúsinu og reiðhöllinni og mikið búið að fara á hestbak og gera og græja. Ég hef ekki farið í blóðprufu síðan síðast, en fer nú örugglega að fara. Annars virðist vera hellingur af blóði í mér þessa dagana, því að ég skar mig aðeins og það er bara alltaf að blæða úr sárinu. Það hefði líklega ekki gerst fyrir ca 2 árum síðan. Svo það er gott að geta glaðst þegar maður meiðir sig haha. Ég er samt líklega að fara í axlaraðgerð í maí... já hlakka kannski ekki svo mikið til þess:-( En eitthvað á að laga, þannig að ég verði væntanlega betri heldur en ég hef verið. Þrátt fyrir að vera búin að færa músina yfir í vinstri hendi, þá eru stöðugir verkir og doði og dofi alltaf til staðar ásamt ýmsu öðru. Ég má ekki vinna í nokkrar vikur, og það finnst mér mjög erfið tilhugsun. Ný byrjuð að komast á nánast fyrra skrið þá er sett stopp. Enginn prjónaskapur og engir reiðtúrar.. Hvað á ég eiginlega að fara að gera????? Sennilega verð ég að byrgja mig upp af bókum og vonast svo eftir góðu veðri þannig að ég geti verið úti á palli og lesið. Þetta er jú hægri höndin!!!!! En anyway, það verður betra þegar það verður orðið betra. Ég ætla allavega að ferma og fara í eitt stk. utanlandsferð til BAutzen og Dresden áður en þessi aðgerð verður framkvæmd. Og hana nú. Aðrir eru bara nokkuð hressir í fjölskyldunni og margt komið í betra horf en var um tíma. Sem er alveg frábært. En nú ætla ég að halda áfram að hugsa um fermingarundirbúning....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli