mánudagur, 26. september 2016
26.09.2016
Á morgun ætla ég loksins í blóðprufu... vona að ég sé ekki verr sett en síðast. En mig minnir að það hafi verið 123 talan sem ekki allir skilja en ég skil svo vel. Tala mín þarf að vera á milli 120-140!! Ég hef efst komist í 127 sem var alveg frábær tala, en þá var ég líka að taka töluvert meira af sterum (Prednisolone) heldur en ég er að taka i dag. Þrátt fyrir mín verkefni á ég samt að vera standby fyrir aðra, sem er alveg eðlilegt og mér finnst það gaman. Mér finnst gaman að taka þátt í lífnu og mér finnst æðislegt að ég get og má stjórna því í hverju ég tek þátt í. Einhverjir eru ekki sáttir við hvernig ég er að lifa lifinu og hvaða líf og leiðir í lífnu ég hef kosið að taka. Það verður að hafa það. Ég ræð því bara alveg sjálf. Núna er ég skráð í dreifnám frá Fjölbruatskóla nl. vestra og sit tíma í félagsheimilinu þar sem kennarinn minn er ljóslifandi á Skype. Ég er að læra stærðfræði...þá stærðfræði sem hefur haldið mér frá því að vera í skóla frá því að ég var i kringum 20 ára. síðan eru rúm 20 ár. Ég tel mig vera fullorðna manneskju, búna að standa mig á minn besta mögulega hátt sem foreldri og eiginkona og núna langar mig til þess að halda mínu striki, standa við mínar ákvarðanir um mitt líf og áframhald míns lífs. Ég er að læra stærðfræði, ég er að vinna vinnuna mína, ég er móðir og eiginona. Ég er langt frá því að vera 100% og mun líklega aldrei verða 100% þó einhverjir vilji og telji að það myndi henta sér og jú líklega mér að standa mig 100% í þessu öllu. Núna er minn tími, ef einhver er ekki sáttur við hvernig ég er að lifa mínu lífi, verja mínum klukkutímum í að gera það sem ég vil, þegar ég vil þá er það auðvitað leiðinlegt. Eftirá verður það lílega meira leiðinlegt fyrir þá sem ekki telja að ég sé að standa mig á sem "bestan" hátt. Því að ég hef tekið ákvörðun og mér er alveg sama hvað öðrum finnst um þá ákvörðum. Ég ætla að gera mitt allra besta til þess að ná þessum eina stærðfræðiáfanga sem ég þarf að ná til þess að geta klárað stúdentspróf. Ef ég næ þessum áfanga þá sé fram á það að ég muni mögulega getað klárað þau fög sem eftir eru til þess að útskrifast sem stúdent, ekki seinna en í desmber 2017. Ég veit að það eru einhverjir sem finnst ég vera að standa mig misvel, að ég sé ekki að lifa lífinu mínu á sem bestan og réttastan hátt. Það er hins vegar ekki mitt mál. Mitt mál er að hugsa um mig og mína framtíð. Hvort og hvernig einhverjum finnst ég vera að standa mig eða standa mig ekki, er ekki mitt mál. Þeir einstaklingar sem svo telja verða að eiga það við sig. Knús til alheimsins frá mér, um mig til mín. Ég mun klára stúdentspróf á næsta ári og eignast þá hvíta húfu.. hlakka til að halda upp á það og vona að sem flestir samgleðjist mér akkúrat þá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli