Já bara á meðan ég man... ég er nýbúin í blóðprufu og fékk svo glimrandi tölu í hemóglóbíninu.. alveg eins og að hafa unnið í happadrætti. En tala var 133... sem er sú allra hæsta tala sem ég hef mælst í síðan í upphafi veikindanna. Eðlilegt hgl er á milli 120-140 hjá konum.. aðeins hærra hjá körlum. Þessi tala er bara svo mikill sigur fyrir mig!!!!!
En nóg um það..... 7,9,13.... ég ætla að halda mig við þessa tölu í framtíðinni :-)
Annað er svo sem allt gott að frétta. Ég er búin að reikna og reikna og reikna og reikna... vona svo innilega að með því að halda því áfram nái ég þessum blessaða stærðfræðiáfanga og að ég muni aldrei aldrei aldrei aftur þurfa að læra stærðfræði
Og eitt enn... ég dró fram nagladótið mitt í morgun.. hef ekki gert neglur síðan fyrir 4 árum síðan.. eða ca það... það var í mestu allt í lagi með gelið, svo ég skellti á mig nöglum. Gaman að rifja upp handtökin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli