föstudagur, 18. nóvember 2016

18.11.2016

Ég var að rúlla aðeins yfir þetta blog hérna... meiri endemis vitleysan sem rúllar uppúr manni. En það verður bara að vera svo..... Það er nú bara allt gott að frétta. Ég er búin að laga neglurnar sem ég gerði um daginn og þarf að fara að laga aftur. Svo var færður eitt stykki veggur uppi í hesthúsi, báðir strákarnir eru búnir að eiga afmæli, annar 18 og hinn 14. Hannes vinnur og vinnur og ég læri og læri. Þetta er svona í grófum dráttum það sem er búið að gerast síðan síðast. Ég var reyndar búin að hugsa einhvern voðalega djúpan pistil sem ég ætlaði að skrifa hérna inn.. en nú er hann bara alveg gleymdur í hausnum á mér og líklega er það bara VEL haha. Við fórum í Hjartavernd við Hannes og vorum að fá út úr öllum prófum hjá þeim. Ég er bara nákvæmlega á pari við konu á mínum aldri í öllum kólesteról, og þríglýseríðum og fl. gildum sem mæld voru. En skv. reiknilíkani þá á ég samt að vera 10 kg léttari. Það hefur nú alltaf verið á minni stefnuskrá að vera það, en þrátt fyrir allar góðar áætlanir og líkamsræktartilburði, þá burðast ég enn með þessi auka 10 kíló. Ég þyrfti líklega að vera göldrótt til að ná þeim af mér. Tala nú ekki um þessa dagana þegar ég hreyfi ekki legg né lið heldur sit á rassgatinu og reikna eins og enginn sé morgundagurinn.  Jæja.. það líður annars að jólum, já það líður bara ansi hratt að jólum. Ég ætla mér ekki að vera á seinasta snúningi með eitt eða neitt þessi jólin OG HANA NÚ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli