þriðjudagur, 3. janúar 2017

03.01.2016

Komið nýtt ár fyrir 3 dögum síðan. Jólin voru yndisleg þrátt fyrir að vera allt allt allt of stutt. Þ.e. fríið um jólin. Jólin er ekki of stutt. En hins vegar styttist í að þau verði búin og þá fer að myrkva á ný. Það sem er kannski ljós í tilverunni eru þó synir mínir og eiginmaður og að hestarnir séu komnir á hús. Ég náði jú líka stærðfræðinni með heila 8 í lokaeinkunn og verð að segja að þar kom ég sjálfri mér rækilega á óvart. En það tók tímanna tvenna og gott betur en það. Áfram skal haldið með námið og þessa önnina ætla ég að taka 2 fög. Sögu og Náttúrufræði. Það er held ég saga 403 og Nát 123. Sagan verður í fjarnámi og nátt í dreifnáminu. Ég vona að það geti gengið ágætlega en er þó eitthvað kvíðin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli