mánudagur, 6. febrúar 2017
06.02.2017
Nýtt ár, nýtt hár. Nei djók. Datt í hug að henda inn nokkrum línum. Ekkert sérstakt. Bara halda þessu á lífi. Þessu litla dagbókarformi mínu á alheimsvefnum. Ég er semsagt í þessum skóla, skráði mig í 2 fög og afskráði mig svo úr öðru þeirra. Nát 123 er ekki eitthvað til að taka í fjarnámi, takk fyrir takk!!. Ég skráði mig í það og vonaði að það yrði kennt í dreifnáminu en það var ekki. Ég byrjaði og hætti bara strax. Maður á ekki að gefast upp..... ég bara gat ekki. Var næstum hætt í báðum fögunum en sparkaði í rassinn og er að halda áfram í sögunni. En kannski næ ég ekki að útskrifast um næstu jól eins og stefnan var sett á. En það koma dagar eftir það eins og alltaf hefur verið. Þetta kemur. Ég vona bara að þessi náttúrufræði verði kennd í dreifnáminu á næstu haustönn þannig að ég geti tekið fagið í skóla. það er alveg off að ég geti lært þetta bara ein og sjálf. Og hana nú. Þorrablótið var um síðustu helgi. Alltaf sama skemmtunin. Maður hlær af sér rassg, þó maður segi ekki svoleiðis. En gaman var það. Það gengur vel með hestana mína. Eða ég held það. þori nú samt ekki að fara á Blakk og Stak út á veg. Þeir verða sennilega eingöngu notaðir inni í hringgerði:-/ En þetta kemur. Það hefur annars ýmislegt gerst síðan síðast en það má líka alveg liggja á milli hluta. Ekkert alvarlegt er það a.m.k. Svo over and out í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli