Gleðilegt nýtt ár!!!
Það er ýmislegt sem ég hef verið að pæla undanfarið... eiginlega samt ekki eitthvað sem ég ætla að setja hérna inn. Þetta eru svona sjálfspælingar, hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór og af hverju hlutirnir eru eða eru ekki eins og þeir eiga að vera. Hvort það er eitthað sem maður á eða þarf að breyta hjá sjálfum sér.. ef það er þá hægt? Sbr. að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það er til fólk sem setur sér markmið og það hjálpar. Ég er einhvern veginn ekki sú týpa. Bara tilhugsunin um að setja mér markmið veldur mér óþægindum í líkamanum. Ég fæ hreinlega bara svona lömunartilfinningu, já bara við að sitja og skrifa um þetta. Það væri samt gott að vita af hverju þessi tilfinning kemur og hvort að ég gæti lært að stjórna henni. Eflaust er það hægt. Það er samt ótalmargt sem mig langar til þess að gera og hlutir sem mig langar til að bæta mig í. En ég verð að gera það án þess að vera búin að setja það niður á blað. Það verður bara að vera eitthvað sem ég hef innra með mér - ósýnilegt nema bara fyrir mig. Þó get ég alveg sagt að klisjan að borða holt og hreyfa sig, það er algerlega markmið hjá mér og eiginlega bara möst. Hins vegar get ég ekki sagt að ég ætli að geta lyft einhverju x í bekkpressu, eða að ég ætli að hlaupa 10km á árinu í keppni. Það er bara ekki eitthvað sem ég get ákveðið og stefnt að. Ég ætla bara að reyna að gera mitt besta. Líklega er ég hrædd um að ná ekki þeim markmiðum sem ég "gæti" sett mér og þá yrði ég svo rosalega óánægð með sjálfa mig. Það er hreinlega ekki í boði... eins og það sé ekki nógu margt annað sem rífur fólk niður... ?
Þetta er voðalega þunglyndisleg lesning ;-) En ég er nú þrátt fyrir það bara ansi lukkuleg með síðasta ár. Ég náði að hætta á sterunum í byrjun febrúar, blóðið komið í mjög gott lag í lok ársins. Ég byrjuð að fara aftur í ræktina, byrjuð á fullu í hestunum, hætt í skóla (í bili), vinn mína vinnu, er til staðar fyrir þá sem á þurfa að halda og ýmislegt fleira sem er alveg ágætt. Best að fá sér kaffi.. kannski skrifa ég hérna seinna. Ætti kannski að setja mér markmið um að gera það vikulega, eða mánaðarlega, já eða hálfsárslega...... Ég er ekki sterk í markmiðasetningu og hana nú !!!
Helena Halldórsdóttir
Svona í alvöru og gamni - eða þannig
miðvikudagur, 3. janúar 2018
þriðjudagur, 21. nóvember 2017
21.11.2107
Síðan síðast... ég er ennþá að hreyfa mig.. nokkuð dugleg kannski líka !!! Hætti í sálfræðinni.. hef ekki lesið neitt svona leiðinlegt síðan fyrir lööööngu síðan. Ég geri þetta seinna. En svona til uppfræðslu fyrir mig seinna meir, þá fékk ég vökva í eyrun um daginn og var eitthvað lumpuleg. Þ.a.l. fór ég til læknis sem vildi bara tékka á blóðinu, sem var ágætt. Sannast sagna var niðurstaðan úr blóðprufunni svo ótruleg að mér finnst ég varla geta trúað því, en ég geri það nú auðvitað samt:-) Í þetta sinn mælidist hemóglóbínið 140 sem er skv. fræðunum, eðlileg efri gildi hjá konum:-):-):-) Hve frábært er það.?? Ég er svo himin lifandi að ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. Og það er eiginlega óraunverulegt að mögulega sé þetta yfirstaðið!!! I wish I wish I wish.
Við erum annars með 11 hesta inni, tókum inn október ef ég man rétt. Ég er með 3 hesta af því. Stak, Blakk og var svo að sækja Garp fyrir nokkrum dögum. Það sem mér finnst æðislegt að vera í hesthúsinu.... Ó já það er nú svo. Until next time:-)
Við erum annars með 11 hesta inni, tókum inn október ef ég man rétt. Ég er með 3 hesta af því. Stak, Blakk og var svo að sækja Garp fyrir nokkrum dögum. Það sem mér finnst æðislegt að vera í hesthúsinu.... Ó já það er nú svo. Until next time:-)
miðvikudagur, 20. september 2017
20.09.2017
Long time no write. Skemmtilegt sumar að baki. Brask og ball, og útilegur og svo ótrúlega mikið búið að gera. Hestaferðir og torfærur (Valgeir) ásamt svo mörgu sem ég er að sjálfsögðu búin að gleyma. Það væri kannski sniðugra að skrifa oftar hér til þess að halda öllu sem búið er að gera til haga, en það geymist í minninu sem á að muna, hitt má líklega liggja á milli hluta. Ég er aftur byrjuð að læra, í þetta sinn Lífeðlisfræðilega sálfræði.. ég get varla skrifað þetta, en kemur í ljós hvernig fer. Svolítið mikið af smáatriðum finnst mér, þá aðallega svona lífeðlislegt..... alls konar nöfn á þvi hvað mismunandi hlutar heilans heita og hvað fer fram hvar, svo sjón og heyrn og svefn og eitthvað fleira skemmtilegt. Hreyfing er að komast aftur inn í líf mitt.. en hún datt dálítið mikið út og mikið rosalega hef ég saknað hennar, það finn ég. Kemur alltaf svona efi í hugann og hræðsla við að það sé of gott til þess að það geti verið satt og að það endist, en er á meðan er og fyrir það ber að þakka. Ekkert jinx !!! Kannski hendi ég einhverju hérna inn fljótlega aftur. Kemur í ljós :-)
https://www.youtube.com/watch?v=7zOa3LLrHKc
þetta er ég m.a. búin að horfa á í þessum áfanga !!!
https://www.youtube.com/watch?v=7zOa3LLrHKc
þetta er ég m.a. búin að horfa á í þessum áfanga !!!
föstudagur, 12. maí 2017
12.05.2017
Hef aðeins verið að velta þessu bloggi fyrir mér... En ætla að láta það standa. Gæti verið góð heimild fyrir mig seinna meir;-) En í vetur er ég búin að vera í fjarnámi í einu fagi frá FNV. Byrjaði í tveimur, en satt best að segja gafst upp á öðru þeirra. Kannski verður það til þess að ég næ ekki blessaðri húfunni.. en það verður þá að hafa það. Ég var semsagt að klára núna áðan próf í sögu.. verð að segja að það er ekki mitt uppáhaldsfag. Er bara búið að ganga vel í vetur og með fínar einkunnir yfir veturinn. Var rosa stressuð fyrir prófinu og fannst ég ekki kunna neitt, en held að ég hafi samt skriðið yfir 4,5 í lokaprófinu þannig að það er þá staðið. Nú er ég farin að hugsa um næsta áfanga og það í sumarskóla. Eina sem ég hef fundið að sé kennt í fjarnámi í sumar er sálfræði frá FA og ég held að ég skrái mig bara í það að gamni. Var samt í alvöru að velta því fyrir mér í prófinu áðan af hverju í ósköpunum ég væri eiginlega að þessu dútli (STRESSI)... Sem að sjálfsögðu eins og annað, bitnar á mínum nánustu og tímanum sem ég væri líklega annars að eyða með þeim. Mér finnst þetta samt bara pínu gaman, eða meira en það, mér finnst þetta gaman!!! Að opna hugann og sjóndeildarhringinn og fræðast. En líka að fatta að það er heilmikið sem maður veit og kann þrátt fyrir að hafa ekki klárað skólann á sínum tíma. Og að skilja að það er í lagi að allir klári ekki skóla fyrir 20 ára aldur. það er bara aldrei of seint að læra. (verra með að taka prófin). Það er gott að læra, það heldur manni við efnið o.s.frv. Maður setur hlutina í samhengi. Stundum fæ ég líka flog yfir því að mig langi í háskóla... En ég er að vinna í að sannfæra mig um að það sé ekki nauðsynlegt. Enda þegar upp er staðið, hvað er nauðsynlegt? Hefur maður ekki allt til alls. Fólkið sitt, húsnæði, mat, vinnu já og heilsu ekki má gleyma því. Ég man ekki hvort ég var búin að setja inn síðustu mælingu á hemógl. en skv. síðustu upplýsingum þá var talan 128 og gott ef það er ekki bara hæsta tala sem ég hef náð í 4 ár. klapp fyrir því. Ég er bara þakklát. Það er gott að vera þakklátur !!! Ég man eftir að hafa hugsað (og kannski skrifað hér) að ég var ekki á sínum tíma þakklát fyrir að hafa veikst. Ég var bara alls ekki þakklát. Mér fannst þetta ekki réttlátt. Já, af hverju ég? spurði ég mig. En , af hverju ekki ég? Ég hef allavega lært helling, alveg heilan helling. Kannski mest þakklæti. Ég er ekki besti námsmaðurinn í að læra af lífinu, en það kemur. LÍFIÐ ER NÚNA!!!
þriðjudagur, 14. mars 2017
14.03.2017
Frá 1. mars sl. hef ég ekki verið að taka lyfjasterana!!!!! Hve ótrúlegt sem mér finnst það þá er það samt engu að síður rétt. Það eru að verða komin 4 ár síðan ég byrjaði að þurfa að nota þetta lyf en 7,9,13, vonandi aldrei aftur. Já eða bara aldrei aftur. Ég er annars alveg alls ekki að nenna að vera í þessu eina fagi sem ég er í núna... ótrúlegt hvað maður getur verið latur þegar "lítið" er að gera. Það er einhvern vegin svo lítil pressa að vera í þessu eina fagi að ég geri nánast ekki neitt. Er t.d. búin að þurfa að biðja kennarann að opna fyrir mig rafræn próf tvisvar sinum af því að það hreinlega fór framhjá mér. En annars gengur það svosem bara vel. Alveg búin að fá fínar einkunnir fyrir það sem ég hef skilað frá mér. Þannig að eftir vorið á ég líklega bara eftir 5 fög til að útskrifast sem stúdent. Hver veit hvað verður og hvenær. Ég er annars bara mikið í hesthúsinu, finnst það bara einfaldlega það besta sem ég geri þessa dagana. Útivera, puð og samvera með dýrunum.
mánudagur, 6. febrúar 2017
06.02.2017
Nýtt ár, nýtt hár. Nei djók. Datt í hug að henda inn nokkrum línum. Ekkert sérstakt. Bara halda þessu á lífi. Þessu litla dagbókarformi mínu á alheimsvefnum. Ég er semsagt í þessum skóla, skráði mig í 2 fög og afskráði mig svo úr öðru þeirra. Nát 123 er ekki eitthvað til að taka í fjarnámi, takk fyrir takk!!. Ég skráði mig í það og vonaði að það yrði kennt í dreifnáminu en það var ekki. Ég byrjaði og hætti bara strax. Maður á ekki að gefast upp..... ég bara gat ekki. Var næstum hætt í báðum fögunum en sparkaði í rassinn og er að halda áfram í sögunni. En kannski næ ég ekki að útskrifast um næstu jól eins og stefnan var sett á. En það koma dagar eftir það eins og alltaf hefur verið. Þetta kemur. Ég vona bara að þessi náttúrufræði verði kennd í dreifnáminu á næstu haustönn þannig að ég geti tekið fagið í skóla. það er alveg off að ég geti lært þetta bara ein og sjálf. Og hana nú. Þorrablótið var um síðustu helgi. Alltaf sama skemmtunin. Maður hlær af sér rassg, þó maður segi ekki svoleiðis. En gaman var það. Það gengur vel með hestana mína. Eða ég held það. þori nú samt ekki að fara á Blakk og Stak út á veg. Þeir verða sennilega eingöngu notaðir inni í hringgerði:-/ En þetta kemur. Það hefur annars ýmislegt gerst síðan síðast en það má líka alveg liggja á milli hluta. Ekkert alvarlegt er það a.m.k. Svo over and out í dag.
þriðjudagur, 3. janúar 2017
03.01.2016
Komið nýtt ár fyrir 3 dögum síðan. Jólin voru yndisleg þrátt fyrir að vera allt allt allt of stutt. Þ.e. fríið um jólin. Jólin er ekki of stutt. En hins vegar styttist í að þau verði búin og þá fer að myrkva á ný. Það sem er kannski ljós í tilverunni eru þó synir mínir og eiginmaður og að hestarnir séu komnir á hús. Ég náði jú líka stærðfræðinni með heila 8 í lokaeinkunn og verð að segja að þar kom ég sjálfri mér rækilega á óvart. En það tók tímanna tvenna og gott betur en það. Áfram skal haldið með námið og þessa önnina ætla ég að taka 2 fög. Sögu og Náttúrufræði. Það er held ég saga 403 og Nát 123. Sagan verður í fjarnámi og nátt í dreifnáminu. Ég vona að það geti gengið ágætlega en er þó eitthvað kvíðin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)