Gleðilegt nýtt ár!!!
Það er ýmislegt sem ég hef verið að pæla undanfarið... eiginlega samt ekki eitthvað sem ég ætla að setja hérna inn. Þetta eru svona sjálfspælingar, hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór og af hverju hlutirnir eru eða eru ekki eins og þeir eiga að vera. Hvort það er eitthað sem maður á eða þarf að breyta hjá sjálfum sér.. ef það er þá hægt? Sbr. að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það er til fólk sem setur sér markmið og það hjálpar. Ég er einhvern veginn ekki sú týpa. Bara tilhugsunin um að setja mér markmið veldur mér óþægindum í líkamanum. Ég fæ hreinlega bara svona lömunartilfinningu, já bara við að sitja og skrifa um þetta. Það væri samt gott að vita af hverju þessi tilfinning kemur og hvort að ég gæti lært að stjórna henni. Eflaust er það hægt. Það er samt ótalmargt sem mig langar til þess að gera og hlutir sem mig langar til að bæta mig í. En ég verð að gera það án þess að vera búin að setja það niður á blað. Það verður bara að vera eitthvað sem ég hef innra með mér - ósýnilegt nema bara fyrir mig. Þó get ég alveg sagt að klisjan að borða holt og hreyfa sig, það er algerlega markmið hjá mér og eiginlega bara möst. Hins vegar get ég ekki sagt að ég ætli að geta lyft einhverju x í bekkpressu, eða að ég ætli að hlaupa 10km á árinu í keppni. Það er bara ekki eitthvað sem ég get ákveðið og stefnt að. Ég ætla bara að reyna að gera mitt besta. Líklega er ég hrædd um að ná ekki þeim markmiðum sem ég "gæti" sett mér og þá yrði ég svo rosalega óánægð með sjálfa mig. Það er hreinlega ekki í boði... eins og það sé ekki nógu margt annað sem rífur fólk niður... ?
Þetta er voðalega þunglyndisleg lesning ;-) En ég er nú þrátt fyrir það bara ansi lukkuleg með síðasta ár. Ég náði að hætta á sterunum í byrjun febrúar, blóðið komið í mjög gott lag í lok ársins. Ég byrjuð að fara aftur í ræktina, byrjuð á fullu í hestunum, hætt í skóla (í bili), vinn mína vinnu, er til staðar fyrir þá sem á þurfa að halda og ýmislegt fleira sem er alveg ágætt. Best að fá sér kaffi.. kannski skrifa ég hérna seinna. Ætti kannski að setja mér markmið um að gera það vikulega, eða mánaðarlega, já eða hálfsárslega...... Ég er ekki sterk í markmiðasetningu og hana nú !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli