Ég var sennilega ekki alveg búin að klára síðasta tímabil alveg hérn áðan !!! Það er ýmislegt skemmtilegt búið að gerast síðan síðast... þrátt fyrir að þetta blog hafi kannski aðallega átt að vera til þess að fylgjast með framgöngu sjúkdóms míns... ef sjúkdóm er hægt að kalla þessa síðustu mánuði, ár og já daga. Hvernig sem gengur með þennan sjúkdóm þá hef ég samt reynt að lifa lífinu lifandi og vonandi hefur þessi sjúkdómur ekki lengur þetta ægisvald yfir mér eins og var sl. ár. En engu að síður vomir þetta yfir mér og minni fjölskyldu allri eins og kannski pínu dómur. Það er bara engin leið til að segja að þetta sé búið eða hætt eða komið. Mér finnst auðvitað nóg komið og eins allri fjölskyldunni. Það er jú spurning hvað er hægt að leggja á þennan frábæra hóp fólks sem ég get og á að kalla fjölskyldu og vini. En nú er þetta svona að það er bara ekkert hægt að segja.. bara bíða og vona að þetta sé að mestu liðið hjá og muni aldrei koma aftur. Ég veit reyndar mjög vel að ég er ekki besti kandídatinn til þess að hegða mér eins og "sjúklingur" á að hegða sér. Ég er óstýrilát og óþekk og geri flest sem flestir "sjúklingar" gera ekki til að ná bata. Ég ögra mér, ég ögra fjölskyldum mínum, svo mikið sem flestir myndu ekki gera. En að búa við þennan sjúkdóm.. hefur sagt mér og fullvissað að ég skyldi og mun á meðan ég er hress og með svo góða líðan sem raunin er í dag hegða mér á þann hátt sem mig langar til í hvert og eitt sinn. Mig langar til að lifa þessa góðu daga og þessa góðu tíma lifandi, mig langar til þess að njóta og gera það sem fær mig til að líða eins og ég hafi ekki sjúkdóm. Mig langar til þess að fara á hestbak, þá daga sem ég get farið á hestabak. Mig langar til að gera margt með sonum mínum, en eðlilega eru þeir að lifa sínu lífi á sinn hátt á sínu þroska- og aldursskeiði sem þeir eru á í dag og hvern dag sem þeir lifa. Efalaust finnst einhverjum að ég ætti að verja mínum dögum undir sæng og haga mér "skynsamlega" svo að ég muni ekki lenda á sama stað og ég hafði áður verið á þegar ég var virkilega veik. En í dag"þó að allir dagar séu ekki 100%" eru þó fullt af dögum sem ég er kannski 50-100% í lagi og þá daga vil ég nýta eins og mér er framast unnt að lifa á sem bestan hátt. Ég hef gert ýmislegt sem sumir hafa haft áhyggjur af, ég hef líka gert ýmislegt sem ég hef haft áhyggjur af. Helst þá að gera lítið sem ekki neitt. Ég hef val í mínu lífi. Ég get lifað því sem sjúklingur og látið alla vorkenna mér... legið í rúminu og ekki gert neitt af viti. Af þvi að ég veit að ef ég ögra mér þá mun ég líða fyrir það næsta dag já og jafnvel næstu daga, en ég veit líka það að þá daga sem ég helst vildi kjósa að liggja í rúminu skila mér engu.. já engu. Ég hef í sumar upplifað daga þar sem ég hef nánast ekki komið mér framúr, vegna "aumingjaskapar" en þegar ég hef byrjað að gera eitthvað þann sama dag þá kem ég bara ýmsu í verk og mér líður hreinlega ekki verra næsta dag, heldur en ef ég hefði bara legið í rúminu. Fyrir marga er þetta kannski erfitt að skilja, en fyrir mig hefur þetta skilið á milli þess að vera aumingi eða virkur þátttaknadi í lífinu. Ég hef á sumum skilið það að ég sé mögulega að ögra, ögra hreinlega lögmálum lífsins. En ég verð að segja það, að á meðan ég er lifandi og einhvers verð, þá vil ég lifa lífinu lifandi. Það er bara þannig að það skilar mér engu að lifa lífinu sem lifandi dauð.
Verst finnst mér kannski að einhverjir telja að ég sé ekki að lifa mínu lífi á sem bestan hátt. En ég get bara voðalega lítið gert við því. Hvernig öðrum líður vegna mín er ekki mitt að kljást við. Aðrir verða að eiga við sínar tilfinningar. Ég get ekki breytt öðrum. Mig langar oft mest til þess að geta breytt annarra líðan, en eftir því sem lífið líður og ég öðlast styrk og þroska hefur mér alltaf gengið betur og betur að skilja að ég ræð ekki lífi og tilfinningun annarra. ÞAÐ ER ÞEIRRA MÁL EKKI MITT.
En að einu sinn sem þessa dagana fær mig til að trúa á styrk og vilja annarra þá var litla systir mín að útskrifast með sveinspróf á hársnyrtibraut. Húrra fyrir Fríðu Marý og auðvitað fyrir Ellý Rut með sína flottu rauðu húfu. Ég hef hins vegar ákveðið að innan stutts tíma mun ég útskrifast með hvíta húfu og þá verður veisla I PROMISE !!!
mánudagur, 26. september 2016
26.09.2016
Á morgun ætla ég loksins í blóðprufu... vona að ég sé ekki verr sett en síðast. En mig minnir að það hafi verið 123 talan sem ekki allir skilja en ég skil svo vel. Tala mín þarf að vera á milli 120-140!! Ég hef efst komist í 127 sem var alveg frábær tala, en þá var ég líka að taka töluvert meira af sterum (Prednisolone) heldur en ég er að taka i dag. Þrátt fyrir mín verkefni á ég samt að vera standby fyrir aðra, sem er alveg eðlilegt og mér finnst það gaman. Mér finnst gaman að taka þátt í lífnu og mér finnst æðislegt að ég get og má stjórna því í hverju ég tek þátt í. Einhverjir eru ekki sáttir við hvernig ég er að lifa lifinu og hvaða líf og leiðir í lífnu ég hef kosið að taka. Það verður að hafa það. Ég ræð því bara alveg sjálf. Núna er ég skráð í dreifnám frá Fjölbruatskóla nl. vestra og sit tíma í félagsheimilinu þar sem kennarinn minn er ljóslifandi á Skype. Ég er að læra stærðfræði...þá stærðfræði sem hefur haldið mér frá því að vera í skóla frá því að ég var i kringum 20 ára. síðan eru rúm 20 ár. Ég tel mig vera fullorðna manneskju, búna að standa mig á minn besta mögulega hátt sem foreldri og eiginkona og núna langar mig til þess að halda mínu striki, standa við mínar ákvarðanir um mitt líf og áframhald míns lífs. Ég er að læra stærðfræði, ég er að vinna vinnuna mína, ég er móðir og eiginona. Ég er langt frá því að vera 100% og mun líklega aldrei verða 100% þó einhverjir vilji og telji að það myndi henta sér og jú líklega mér að standa mig 100% í þessu öllu. Núna er minn tími, ef einhver er ekki sáttur við hvernig ég er að lifa mínu lífi, verja mínum klukkutímum í að gera það sem ég vil, þegar ég vil þá er það auðvitað leiðinlegt. Eftirá verður það lílega meira leiðinlegt fyrir þá sem ekki telja að ég sé að standa mig á sem "bestan" hátt. Því að ég hef tekið ákvörðun og mér er alveg sama hvað öðrum finnst um þá ákvörðum. Ég ætla að gera mitt allra besta til þess að ná þessum eina stærðfræðiáfanga sem ég þarf að ná til þess að geta klárað stúdentspróf. Ef ég næ þessum áfanga þá sé fram á það að ég muni mögulega getað klárað þau fög sem eftir eru til þess að útskrifast sem stúdent, ekki seinna en í desmber 2017. Ég veit að það eru einhverjir sem finnst ég vera að standa mig misvel, að ég sé ekki að lifa lífinu mínu á sem bestan og réttastan hátt. Það er hins vegar ekki mitt mál. Mitt mál er að hugsa um mig og mína framtíð. Hvort og hvernig einhverjum finnst ég vera að standa mig eða standa mig ekki, er ekki mitt mál. Þeir einstaklingar sem svo telja verða að eiga það við sig. Knús til alheimsins frá mér, um mig til mín. Ég mun klára stúdentspróf á næsta ári og eignast þá hvíta húfu.. hlakka til að halda upp á það og vona að sem flestir samgleðjist mér akkúrat þá.
laugardagur, 3. september 2016
03.09.2016
Datt í hug að henda inn hérna færslu. Svolítið gott að hafa þetta blog... er eins konar dagbók hjá mér. Mér finnst stundum að lesa það sem ég skrifaði, því að þá rifjast ýmislegt upp fyrir mér sem ég var annars búin að gleyma. T.d. las ég síðustu færslu og rifjaðist þá upp fyrir mér hvað við erum búin að gera í sumar. Maður er ekkert að hugsa það dags daglega. Ég náði svo landafræðiáfanganum sem ég tók í fjarnámi í sumar.. einkunni 9.0 sem ég var nú meira en sátt við.. átti bara alls ekki von á slíkri einkunn. Svo já það var gaman að því. Nú á ég ekki eftir svo mörg fög til að klára stúdentsprófið. En þar ber þó hæst að nefna að ég á eftir STÆRÐFRÆÐI !!! Ég skráði mig því í stærðfræði í dreifnáminu hérna á Hvammstanga. Svo lengi lærir sem lifir, er það ekki ?? Mér gengur ágætlega að reikna.. ég fæ bara aldrei rétt svar út úr dæmunum. :-( En ég bara verð að gera þetta, svo þá verða ég a.m.k. að reyna!!!
Já svona líður nú tíminn hjá manni. Baldvin er farinn aftur í VMA og Valgeir að byrja í 9. bekk. Hannes skipti um vinnu en ég er enn að skjóta rótum í ráðhúsinu. Annars svona bara allt gott, aðeins búin að fara á hestbak. Eina ferð upp í Sel með Hannesi og pabbi kom á móti okkur út að Kárastöðum. Fyrstu réttir haustsins voru svo í dag í Hrútafirði og Miðfirði. Það er búið að vera æðislegt veður og var yfir 15°í Miðfirðinum í dag. :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)