sunnudagur, 22. maí 2016

22.05.2016

Þriðji dagur frá axlaraðgerð. Mér líður ágætlega í öxlinni, eiginlega miklu betur en ég hafði búist við. En ég er voðalega þreytt.... Kannski verður maður bara þreyttur af því að gera ekki neitt. En kannski er líkaminn bara í smá sjokki eftir stressið undanfarið. Ég var svo rosalega stressuð fyrir aðgerðina. Ég kveið svo mikið fyrir af því að ég hélt að ég yrði svo kvalin. Anyway.. ég er eitthvað þreytt. Ég er búin að sofna 3x í dag... Sem er ekki alveg það sem ég er vön að gera. Og mig langar eiginlega bara til að sofna einu sinni enn. Kannski er þetta þreyta eftir að fá stera i aðgerðinni. Gæti mögulega verið. Annars var hestunum okkar sleppt út í dag. Þeir voru settir suður á Höfða. Ég er ekki ennþá búin að komast í einkunnirnar á INNU. Veit ekki af hverju, en það er bara lokað á nemendur. Ég held að ég verði að hringja á morgun og athuga með þetta.

föstudagur, 20. maí 2016

20.05.2016

Í gær fór ég í aðgerð á öxl. Það voru boraðir af ca 6mm af beini, axlarhyrnu eða eitthvað slíkt. Mér líður merkilega vel í öxlinni strax í dag, og reyndar strax í gær. En nóttin var svolítið óþægileg. Ég svaf frammi í stofu þar sem ég hafði betri stuðning heldur en í rúminu okkar. Ég er ennþá að bíða eftir því að fá einkunnirnar mínar úr áföngunum sem ég tók í vetur. UPP 203 og SÁL 313. Innan er bara lokuð fyrir NEMENDUR. Smá fúlt. Nú og já svo vorum við að kaupa okkur bíl. Eitt stk. VW Golf. Lítinn og snaggaralegann í snattið. Hann er ennþá í Reykjavík blessaður. En Fríða og Kristján græjuðu þau mál fyrir okkur, frábært. Baldvin er farinn að vinna hjá Vegagerðinni og er búinn að vera þar sl. 4 daga. Valgeir er búinn að vera í Kolugili síðan á mánudaginn í sauðburði. Það er starfsnám hjá grunnskólanum. Hann er ótrúlega ánægður með það, og við líka.
En já gert er ráð fyrir að ég verði ca 6 vikur í veikindaleyfi. En ég held að ég hljóti að fara að geta farið að vinna fyrr, allavega miðað við hversu góð ég er nú þegar. En auðvitað er ég að taka fullt af verkjalyfjum svo það er kannski ekki alveg að marka. Ég á að byrja í sjúkraþjálfun ca á miðvikudag eða fimmtudag og það hlýtur að verða gaman. Ég get allavega sagt að verkirnir sem ég er með núna, á þessum verkjalyfjum eru örugglega minni heldur en þeir verkir sem ég var með áður og það er gott :-)
En hérna fyrir neðan eru nokkrar myndir að gamni. Hárgreiðsla hjá Fríðu Marý og ferðin til Bautzen.



föstudagur, 13. maí 2016

13.05.2016

Júbb nú eru komin 3 ár frá því að ég veiktist. Fór í blóðprufu í gær og hgl var 125. Ég er farin að taka 2,5mg af sterum daglega. Stefnni á að minnka þá fljótlega, en þó ekki fyrr en eftir axlaraðagerðina sem ég fer í þann 19. maí nk. Í dag sóttum við Baldvin á Akrureyri, hann er búinn með önnina. Við fórum líka með Valgeir til augnlæknis þar sem sjónin hans hefur farið hrakandi. Enda sýndi það sig. Hann var áður með -0,75 en fór í -1,5 á báðum augum. Nú förum við í að panta gleraugu frá Zenni sem koma eftir svona 20 daga. Þannig að það er ýmislegt í farvatninu. Baldvin fer að vinna í Veagagerðinni í sumar og Valger fer núna á sunnudaginn í sauðburð í Kolugil og verður til loka mánaðarins. Þannig að þegar ég verð búin í aðgerðinni og vonandi eitthvað byrjuð að ná mér fer svo Baldvin í háls- og nefkirtlatöku þann 14. júní. Þegar hann ætti að verað búinn að jafna sig förum við Hannes á landsmót hestamanna á Hólum. Það verður geðveikt gaman, svo framarlega sem ég verð orðin eitthvað betri og geti gert eitthvað af viti eins og t.d. klæða mig. En framan af þarf ég að ganga í opnum peysum og víðum buxum. Til þess að geta komist í föt, því að það er víst frekar erfitt emð slasaða öxl. Ég vona bara svo heitt og innilega að þessi aðgerð sé minnimáttar og að ekki komin neitt upp í hvortki aðgerðinni eða eftir aðgerðina, þá er ég fyrst og fremst aðhugsa um blóðið mitt. Svo mörg voru þau orð. Takk og bless