Í dag er sólskin úti og verður líka inni. Ég er búin að hlusta á fyrirlestra á Ted.com í dag og gær. Ýmislegt fróðlegt þar og gott fyrir sál og líkama. M.a. um að sá staður sem maður er staddur á í dag er ekki endilega sá rétti. Þá á ég við vinnulega séð. Ekki hjónabandslega :-) Það er definately eitthvað sem ég ætla að hugsa um á næstunni. Og svo er líka pælingin um að það er enginn gróði í því að einblína á stjörnurnar og þá sem skara framúr í fyrirtækjum, því að það leiðir einungis til þess að hinir verða útundan og geta ekki tekið þátt í því að halda hlutunum gangandi. Einungis með samvinnu og samhug getur fyrirtæki eflst og stækkað. Þetta var kannað með dýrum þar sem alltaf voru tekin bestu dýrin og sett í hópa... það endaði þannig að hluti dýranna drapst vegna þess að þeir allra sterkustu drápu hina niður, og þannig nær fyrirtæki ekki árangri. ted.com Ég mæli með að allir skoði þessa síðu. Mikið af motiverandi efni þarna. Ég á annars að vera að læra, bara 45 mínútur þangað til ég á að vera mætt í vinnu. Svo best að hætta í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli