þriðjudagur, 6. október 2015

06.10.2015

Ekki að furða að ég kalli þetta blog í alvöru og gamni. Sumir dagar eru svo óþarflega mikið í alvöru!!!! Og einhvern veginn engan veginn hægt að sjá að þeir verði meira gaman en alvara. Angur, og svekk er einhvern veginn það sem innanborðs er. Það mun auðvitað lagast eins og alltaf, en samt..... Annars reyndi ég að reka svekkið og angrið á braut í dag með því að ráðast á pensil og mála yfir kattaklór og kám. Fyrst það er kattaklór er klárlega kominn tími á málningu því hér hefur ekki verið köttur í 3-4 ár ef ég man rétt. Að muna er reyndar ekki mín sterkasta hlið. En annars over and out þennan daginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli