mánudagur, 5. október 2015

05.10.2015

Undanfarnir dagar búnir að vera góðir og verri. Óneitanlega skemmtilegt að fara ríðandi í Víðidalinn í stóðsmölun, eða reiðtúr ætti það kannski að kallast frekar. Þreyta daginn eftir sem vill gjarnan vera. En ég fór í blóðprufu 1. okt og hgl er 124.. ennþá aðeins að lækka. Það verður að hafa það, það hlýtur að lagast aftur. Annars gengur allt sinn vanagang. Baldvin kom heim um helgina og skellti sé á stóðréttarball. Annars er búið að vera að plaga mig einhver axlarverkur.. sem nær reyndar alveg upp í haus og fram í fingur, það hlýtur að þurfa að mynda það. Kemur í ljós. Ég ét bara pillur og brosi út í annað. Annars er ég bara almennt í tilvistarpælingum þessa dagana. (og hef verið áður) En ég tel mig almennt vera friðelskandi og kurteisa. En svo gæti bara verið að ég sé það ekki eftir allt. En nú reyni ég að hemja mig og halda áfram að vera kurteis. Það á víst að bæta, hressa og kæta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli