Í dag er sólskin úti og verður líka inni. Ég er búin að hlusta á fyrirlestra á Ted.com í dag og gær. Ýmislegt fróðlegt þar og gott fyrir sál og líkama. M.a. um að sá staður sem maður er staddur á í dag er ekki endilega sá rétti. Þá á ég við vinnulega séð. Ekki hjónabandslega :-) Það er definately eitthvað sem ég ætla að hugsa um á næstunni. Og svo er líka pælingin um að það er enginn gróði í því að einblína á stjörnurnar og þá sem skara framúr í fyrirtækjum, því að það leiðir einungis til þess að hinir verða útundan og geta ekki tekið þátt í því að halda hlutunum gangandi. Einungis með samvinnu og samhug getur fyrirtæki eflst og stækkað. Þetta var kannað með dýrum þar sem alltaf voru tekin bestu dýrin og sett í hópa... það endaði þannig að hluti dýranna drapst vegna þess að þeir allra sterkustu drápu hina niður, og þannig nær fyrirtæki ekki árangri. ted.com Ég mæli með að allir skoði þessa síðu. Mikið af motiverandi efni þarna. Ég á annars að vera að læra, bara 45 mínútur þangað til ég á að vera mætt í vinnu. Svo best að hætta í bili.
miðvikudagur, 7. október 2015
þriðjudagur, 6. október 2015
06.10.2015
Ekki að furða að ég kalli þetta blog í alvöru og gamni. Sumir dagar eru svo óþarflega mikið í alvöru!!!! Og einhvern veginn engan veginn hægt að sjá að þeir verði meira gaman en alvara. Angur, og svekk er einhvern veginn það sem innanborðs er. Það mun auðvitað lagast eins og alltaf, en samt..... Annars reyndi ég að reka svekkið og angrið á braut í dag með því að ráðast á pensil og mála yfir kattaklór og kám. Fyrst það er kattaklór er klárlega kominn tími á málningu því hér hefur ekki verið köttur í 3-4 ár ef ég man rétt. Að muna er reyndar ekki mín sterkasta hlið. En annars over and out þennan daginn.
mánudagur, 5. október 2015
05.10.2015
Undanfarnir dagar búnir að vera góðir og verri. Óneitanlega skemmtilegt að fara ríðandi í Víðidalinn í stóðsmölun, eða reiðtúr ætti það kannski að kallast frekar. Þreyta daginn eftir sem vill gjarnan vera. En ég fór í blóðprufu 1. okt og hgl er 124.. ennþá aðeins að lækka. Það verður að hafa það, það hlýtur að lagast aftur. Annars gengur allt sinn vanagang. Baldvin kom heim um helgina og skellti sé á stóðréttarball. Annars er búið að vera að plaga mig einhver axlarverkur.. sem nær reyndar alveg upp í haus og fram í fingur, það hlýtur að þurfa að mynda það. Kemur í ljós. Ég ét bara pillur og brosi út í annað. Annars er ég bara almennt í tilvistarpælingum þessa dagana. (og hef verið áður) En ég tel mig almennt vera friðelskandi og kurteisa. En svo gæti bara verið að ég sé það ekki eftir allt. En nú reyni ég að hemja mig og halda áfram að vera kurteis. Það á víst að bæta, hressa og kæta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)