sunnudagur, 21. desember 2014

21.12.2014

Búin að hugsa svo margt til að rita hér en man það sennilega ekki akkúrat núna, Reikna með að pabbi sé á leiðinni á flugvöllinn á Schönefeld þar sem hann flýgur heim núna á eftir.  HMMM búin að vera einungis á 5mg af sterum síðan eftir að ég kom heim frá Reykjalundi. Líklega var síðsti dagur bara 5. des eða eitthvað svoleiðis. Ég er að lifa það af. Fór í blóðmælingu núna á mánudaginn var og þá var hgl 128 sem er hæsta tala síðan ég man ekki hvenær. Og hef ekki oft komist svona hátt. Mega sátt við það. Búin að vera að gera svo mikið í haust , þeytast um heiminn út og suður vinna og gera ýmislegt til að storka sjálfri mér og heilsunni og sem betur fer virðist það ekki vera að gera mér slæmt. Og það er ég þakklát fyrir. Ég hef aðeins fundið fyrir í líkamanum "tapering" áhrif en ég hef náð að tækla það ágælega og alveg án þess að leggja flöt í rúmið. Nú jólin á næsta leiti og skólarnir komnir í jólafrí. Þannnig að í raun er óreglutíð hjá öllum. Sérstaklega hjá strákunum en við því er lítið hægt að gera. Passa að losa upp á jöxlunum annað slagið þegar maður er farinn að bíta fast saman, nei djók. En ég held að þeir sé nokkuð sáttir í eigin skinni þessa dagana. Hannes er alltaf að potast í hesthúsinu, enda styttist í að það verði tekið inn. Já styttist alveg óðfluga. Mig grunar að það verði töluverður tími sem fer  í hesthúsin um hátíðirnar. Bæði í að vinna og að taka inn og svona. Ég er alltaf já alltaf að hugsa um mannlegt eðli og hvers vegna mannskepnan er eins og hún er. Hvaða hvatar liggja að baki því sem fólk hugsar gerir og segir. Og öll sjálfselskan og tilætlunarsemin ég ætlaði ekki að segja frekja en segi það samt. Já og löngun til að meiða börn og minnimáttar. Það eru svona nokkrir einstaklingar í lífinu sem ég er stundum að hugsa um hvernig tikki og af hverju og hvort eitthvað muni í framtíðinni breytast hjá fólkinu.  Ég veit ekki af hverju ég er að velta þessu fyrir mér af því að mér kemur þetta auðvitað ekkert við. Sem betur fer er þetta ekki endilega fólk í mínu nærumhverfi þannig að ég þarf í raun ekki að umgangast það og já kannski bara sem betur fer. Kannski er ég ekki nógu sterkur einstaklingur til að þurfa að umgangast svona fólk. En jæja ekki meira um það.  Þessi aðventa er annars búin að vera mega fín. Og ég er alltaf að hugsa um að ég hef ekki átt svona náðuga aðventu - já líkelga aldrei. eða man ekki eftir því. Sennilega er það af því að ég er að vinna minna og hef meira tíma og get verið í meiri rólegheitum heldur en áður. Enda er ég alveg að gera hlutina í rólegheitum annað gengur ekki. Skrítið það.  Svo ætla ég að syngja í messu á Jólanótt uppi í Kirkjuhvammi ef það viðrar og svo í Nestúni daginn eftir. Svo er bara jólafrí í 5 daga eða eitthvað. Jæja komið nóg í bili. Gleðilega jól elskur !!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli