þriðjudagur, 10. febrúar 2015
10.02.2015
Gleðilegt árið. Ég hélt að ég væri búin að skrifa inn hérna á árinu, en svo var víst ekki. Nýjast er að ég fór í blóðprufu í síðustu viku ca 3. feb og var hgl. 127 sem er alveg ágætt. Ég er ennþá á 5 mg af sterum síðan í byrjun des. Ég fór reyndar í stærri blóðpufu í janúar þar sem margt var mælt og er allt í lagi með allt og allt innan marka nema einhverja netfrumur sem voru eitthvað hærri en síðast. Það er samt allt í lagi. Eg hef ekki hugmynd um hvað þessar netfrumur snúast. Svo ég er víst bara ansi hraust. Ég náði að bráka rifbein í janúar en er bara orðin alveg góð í dag. Þar sem ég þurfti að vera heima í 2 daga alveg án þess að gera neitt (eftir brákið) þá skráði ég mig í fjarnám í fjölbrautaskóla. Alveg heil 3 fög og 9 einingar. Hvern munar um það. Maður vinnur nú bara til 13.00 og á þá eftir að fara út að labba og í hesthúsið (og heimilisverk innan sviga) og skúra og horfa á sjónvarpið og prjóna og slaka á !!!!! Það rúmast alveg innan þessara 20 tíma fyrir utan þessa fimm sem ég er í vinnunni. Ég er með einhvers konar kvíða fyrir því að gera ekki neitt. En samt geri ég ekki neitt af viti. ANyway. Þetta var ekki kvart heldur meira svona áminning til mín um ég ætti kannski að forgangsraða upp á nýtt. HMM ég er alltaf að skrýtnast meira og meira með árunum. Þ.e. félagsfælnin eykst. Ég get verið alveg ótrúlega einmana innan um fólk, þ.e. mikið af fólki. Já eiginlega meira en bara svona 3 þá er mér farið að líða illa. Það er erfitt fyrir marga að skilja það því að auðviðtað er yndislegt að vera innan um fólk. En mér líður best með færri. Spurning um að fara að fara í einhverja stóra greiningu bara. Ég er farin að hallast að því að ég sé með athyglisbrest jafnvel með ofvirkni, líklega lesblind á einverju sviði (svona kannski reikniblinda), félagsfælni (einhverfa) og kannski bara eitthvað fleira. Og svo allt þetta líkamlega. En hver er annars ekki greindur á einn eða annan hátt. Bara spurning um að fá það skriflegt. Annars var hann Magnús sálfræðingur búinn að finna út að ég væri með jaðar persónuleikaröskun. Ég þarf líklega að fara að googla það. En það er kannski bara nákvæmlega það sem ég er búin að vera að skrifa hérna inn. HMM og kannski á maður ekkert að vera að setja svona hugsanir niður fyrir alþjóð. Kemur svosem engum við nema mér. Það styttist í að það verði gert við húsið okkar - held ég. (ef ég var ekki búin að skrifa það þá var semsagt keyrt á húsið í desember já og jappann líka) Við þurfum að taka rúmið og örugglega flest út úr hjónaherberginu á meðan. það verður örugglega allt út í ryki og sparsli og drullu. Næs að fara að fá iðnaðarmenn í húsið. Spurning hvort maður hleypi þeim nokkuð út. Best að láta bara klára að gera fataskápa og ýmislegt fleira sem þarf að fara að dytta að hérna innan húss. Baldvin er annars á Króknum í staðlotu, kemur heim á föstudaginn þá fer hann að keppa í fótbolta á laugardaginn. Ekki eins og hann þurfi að læra blessaður þó að ég sitji flesta daga við að gera eitthvað í mínu námi. Annars var svo hringt frá REykjalundi áðan. Getur verið að ég fari inn í ca mars-maí. Það var tíminn sem ég gaf upp sem hentar mér. Annars er það ekki fyrr en í haust því að það er lokað hjá þeim í sumar. Time will tell. Best að láta staðar numið í bili. Meira ruglið í mér alltaf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli